Meistaraverk Schevings falið bak við leikmynd Gettu betur Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2015 10:25 Menningarverðmætum er ekki sýndur mikill sómi, ef litið er til þess að eitt öndvegisverk íslenskrar listasögu má híma bak við leikmynd Gettu betur. Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin? Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sannkölluðu meistaraverki eftir Gunnlaug Scheving er ekki sýndur mikill sómi af hálfu starfsmanna Ríkisútvarpsins, að mati Guðmundar Andra Thorssonar en hann átti leið um útvarpshúsið fyrir skömmu. Sá hann þá glitta í verk eftir einn af öndvegislistmálurum þjóðarinnar, Scheving, en það gæðist út undan tjaldi og leikmynd þáttarins Gettu betur. Guðmundi Andra þykir Gunnlaugi Scheving og listinni ekki sýnd mikil virðing með þessu fyrirkomulagi, hann leggur út af því og telur táknrænt fyrir menningarstefnu stjórnvalda og Ríkisútvarpsins. Sannkallaðar þjóðargersemar eru geymdar á bak við leikmynd. „Fyrir mér er þetta táknrænt fyrir umgengni okkar við menningararfinn í víðum skilningi: Hola íslenskra fræða og svo framvegis,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi.Scheving ekki sýndur mikill sómi.Guðmundur AndriGuðmundur Andri birti myndina á Facebooksíðu sinni nú í morgun og spurningahöfundur Íslands, sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, rís upp til varnar sínum vinnuveitanda og segir myndina blasa við á Markúsartorgi útvarpshússins alla jafna, og ekki geti nú talist glæpur þó hún hverfi bak við leiktjöld þrjár vikur á ári, meðan spurningaþátturinn fari fram. En, Guðmundur Andri segir þetta ekki snúast um það eða Gettu betur. Heldur sé þetta lýsandi fyrir almenna afstöðu. Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur leggur orð í belg og segir frá því að eitt sinn hafi hann þurft að fara í geymslu í kjallara Útvarpshússins og þar stóð óvarið á gólfi málverk Guðmundar frá Miðdal, frá gosi í Grímsvötnum. „Líklega eru þessi verk í eigu Listasafns Íslands og hefur verið komið í útvarpshúsið til skreytinga. Ætli útvarpsstjórinn viti um málið?“ spyr Páll. Nú er í undirbúningi sala á húsakynnum RÚV ohf. en þetta mál er til þess fallið að vekja athygli á listaverkaeign stofnunarinnar, hvort fleiri þjóðargersemar leynist í eigu fjölmiðilsins, bak við tjöldin?
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira