Rotaður á heimavelli og fór að gráta | Sjáðu bardagann í heild sinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 15:30 Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
Sænski bardagakappinn Alexander Gustafsson, sem margir töldu að væri eini maðurinn sem gæti ógnað meistaranum Jon Jones í léttþungavigtinni í UFC, tapaði óvænt í gær á heimavelli. Fyrir framan 30.000 manns í Tele2-höllinni í Stokkhólmi var Gustafsson rotaður af Bandaríkjamanninum Anthony Johnson í fyrstu lotu.Bardagann í heildinni í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar má sjá í spilaranum hér að ofan. Heimamenn ætluðu ekki að trúa eigin augum og vonbrigðin voru svo mikil fyrir Svíann að hann brast í grát fyrir framan sitt heimafólk. Það studdi sinn mann þó dyggilega og klappaði honum lof í lófa.Gustafsson fékk þungt hægri handar höggi.vísir/gettyJohnson virtist meira en tilbúinn í bardagann og byrjaði strax að láta höggin dynja á Gustafsson sem var efstur á styrkleikalista léttþungavigtarinnar, en Johnson var í þriðja sæti. Johnson fær nú tækifæri til að berjast á móti Jon Jones um heimsmeistaratitilinn: „Ég vona þú hafir það gott, bróðir. Nú skulum við gera fólkið spennt fyrir titilbardaganum okkar,“ sagði Johnson í viðtali eftir bardagann. Bandaríkjamaðurinn hamraði Svíann í gólfið með þungu hægri handar höggi og stökk á bak honum. Svíinn reyndi að verja sig og fékk veglegan tíma til þess frá dómaranum. Á endanum gat hann ekkert annað gert en stöðvað bardagann þegar tvær mínútur og 15 sekúndur voru eftir.Johnson var fljótur á bak.vísir/getty„Mér leið frábærlega fyrir bardagann og einnig mjög vel á meðan bardaganum stóð. Hann náði mér bara. Hann náði inn höggi - það var það sem gerðist,“ sagði sársvekktur Gustafsson í viðtalinu eftir bardagann. Svíinn ávarpaði sitt heimafólk og sænsku og þakkaði því fyrir komuna. Eðlilega uppskar hann mikið klapp frá samlöndum sínum sem munu ekki gefast upp á þessum gríðarlega hæfileikaríka bardagakappa. Anthony Johnson er nú búinn að vinna níu bardaga í röð, þar af þrjá í röð í UFC. Árangur hans er 19 sigrar og fjögur töp en Gustafsson hefur nú unnið 16 sigra og tapað þrisvar sinnum.Dómarinn stöðvaði bardagann.vísir/gettyGustafsson var ráðvilltur fyrstu sekúndurnar.vísir/gettySársvekktur Sví.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara, Jon Jones. 24. janúar 2015 20:00