Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Hjörtur Hjartarson skrifar 26. janúar 2015 19:15 Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira