Halldór segir mikilvægt að Hanna Birna fái að svara fyrir sig Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2015 12:23 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir með Elínu Hirst að Hanna Birna ætti að hætta þingmennsku. Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi gert alvarleg mistök með afskiptum af rannsókn lögreglu á lekamálinu og ekki ráðlegt að hún snúi aftur til þings. Oddviti flokksins í Reykjavík telur hins vegar að Hanna Birna eigi eftir að skýra sína hlið mála og það séu kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem ákveði framtíð hennar. Í áliti sem Umboðsmaður Alþingis birti á föstudag kemur fram að hann telur að þau samskipti sem Hanna Birna Kristjánsdóttir átti við fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á meðan á rannsókn lekamálsins stóð, hafi verið alvarleg og ítrekuð og staðið yfir allan þann tíma sem lögregla rannsakaði lekamálið. Það er mat umboðsmanns að þessi afskipti hafi ekki verið í samræmi við reglur og ítrekaði Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að almenningur yrði að treysta því að samskipti sem þessi ættu sér ekki stað.Elín segir á Facebook síðu sinni í dag að málið sé afar alvarlegt að hennar dómi og hún telji að Hanna Birna hafi gert afdrifarík mistök. „En þau veigamestu voru afskipti hennar af rannsókn málsins eins og fjallað er um í áliti umboðsmanns. Ég tel því ekki ráðlegt að Hanna Birna setjist á þing að nýju að svo komnu máli og tel ennfremur að hún eigi að láta af embætti varaformanns flokksins,“ segir Elín orðrétt. En mikilvægast sé að stjórnmála- og ráðamenn landsins dragi lærdóm af málinu og axli ábyrgð á mistökum sem þessum gagnvart umbjóðendum sínum, almenningi í landinu. Elín er stödd á fundi í Norðurlandaráði á Álandseyjum og var því ekki á þingflokksfundi í gær þar sem þessi mál voru rædd. Hún vildi ekki tjá sig frekar við fréttastofuna. Allt sem hún vildi segja kæmi fram í feisbókarfærslu hennar. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur ekki undir þessi sjónarmið Elínar. „Nei. Ég bendi á að við höfum einungis fengið að heyra aðra hlið málsins. Mér finnst að við þurfum að heyra hlið Hönnu Birnu. Þetta er flóknara mál en lítur út í fyrstu,“ segir Halldór. Hanna Birna hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að álit Umboðsmanns kom fram en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd bauð henni skriflega á föstudag að skýra sín mál fyrir nefndinni. „Ég reikna nú bara með því að hún sé að fara yfir þessi mál. Það þarf að gera þetta mjög vel og vandlega áður en við förum að kveða upp einhverja stóra dóma í þessu. Auk þess er það hlutverk kjósenda að dæma stjórnmálamenn af verkum sínum,“ segir Halldór. Og það sé landsfundar Sjálfstæðisflokksins í haust að ákveða hvort hún haldi áfram varaformennsku í flokknum bjóði hún sig á annað borð fram. En auðvitað hafi álit Umboðsmanns veikt hennar pólitísku stöðu. „Jú, jú. Það gerir það auðvitað og þess vegna er svo mikilvægt að við fáum að heyra allar hliðar málsins áður en við förum að taka einhverjar stórar ákvarðanir eða fella einhverja stóra dóma í hennar máli. Mér finnst það algert lágmark,“ segir Halldór Halldórsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Hanna Birna setjist ekki aftur á þing Elín Hirst segir ekki ráðlagt að Hanna Birna snúi aftur á Alþingi og eigi að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 27. janúar 2015 08:18