Íbúar Frakklands eru beðnir um að vera á varðbergi og öryggisverðir standa við öll helstu kennileiti Frakklands.
AP fréttaveitan segir frá því að meira en tuttugu þjóðarleiðtogar verði á samstöðufundinum á morgun og þeirra meðal eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Cazeneuve, ræddi við blaðamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun, þar sem hann sagði að yfirvöld myndu gera allt sem mögulegt væri til að tryggja öryggi á samstöðufundinum.
Rannsakendur athuga nú hvort að árásarmennirnir hafi verið hluti af hópi vígamanna. Fimm manns eru í yfirheyrslum hjá lögreglu og þeirra á meðal eru fjölskyldumeðlimir árásarmannanna þriggja. Þá leitar lögreglan enn að ekkju Amedy Coulibaly og er hún sögð vopnuð og hættuleg.
Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu
Frönsk útvarpsstöð birti í gær viðtal við Coulibaly, sem hélt fjölda manns í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta París í gær. Þar kvartaði hann yfir aðgerðum vesturvelda gegn Íslamistum í Sýrlandi og Malí og sagði Osama Bin Laden hafa veitt sér innblástur.