Inter frá Milan lagði Genoa 3-1 í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Nemanja Vidic gerði út um leikinn undir lok leiksins en Lukas Podolskivar í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter eftir félagsskiptin frá Arsenal.
Argentínumaðurinn Rodrigo Palacio kom Inter yfir strax á 12. mínútu og þegar sex mínútur voru til hálfleiks bætti landi hans, Mauro Icardi við marki og Inter 2-0 yfir í hálfleik.
Þegar fimm mínútur voru eftir setti Armando Izzo leikinn í uppnám þegar hann minnkaði muninn en Vidic gerði út um leikinn þremur mínútum síðar.
Inter lyfti sér úr 12. sæti og upp í það 8. með sigrinum en liðið er með 25 stig í 18 leikjum. Genoa er í 6. sæti með 27 stig.

