Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 22:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Daníel „Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
„Vegna ýmissa samverkandi þátta, einkum skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var hvorki forsætis- né utanríkisráðherra fært að taka þátt í göngunni,“ segir í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. Ákvörðun hans um að þekkjast ekki boð franskra stjórnvalda um að sækja fundinn hefur verið gagrýnd harðlega. Í yfirlýsingunni, sem var uppfærð eftir að hún var fyrst birt, kemur fram að Sigmundur Davíð hafi látið kanna hvort möguleiki væri á að hann gæti mætt til athafnarinnar. „Strax og tilkynning barst um samstöðufundinn var hafist handa við að gera ráðstafanir svo hægt yrði að þiggja boðið og tryggt yrði að fulltrúi Íslands mætti,“ segir í hinni uppfærðu tilkynningu. Þar kemur einnig fram að boð franskra stjórnvalda hafi ekki beinst að ákveðnum ráðherrum heldur hafi Íslendingum verið boðið að senda fulltrúa. Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra Íslands í Frakklandi, var fulltrúi Íslands. Hún ræddi við Vísi fyrr í dag um gönguna. Engar skýringar voru gefnar þegar eftir því var leitað í dag á fjarveru ráðherrans en upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sagði við Vísi fyrr í kvöld að ekki hafi komið til tals að annar ráðherra færi til Frakklands í stað forsætisráðherra. Boð um að koma á fundinn barst á föstudag og segir í yfirlýsingu ráðuneytisins það vera einn þessara samverkandi þátta. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra útskýrði fjarveru sína í samtali við fréttastofu í dag en hann er staddur í New York þar sem hann undirbýr jafnréttisráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóðarleiðtoga mættu til fundarins sem fram fór í dag en um 1,5 milljón manna sóttu fundinn, sem er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið í Frakklandi. Fundurinn var haldinn í kjölfar voðaverkanna sem framin voru í vikunni. Í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins kemur fram að Sigmundur Davíð hafi átt fund með sendiherra Frakklands á Íslandi. „Á fundinum kom forsætisráðherra formlega á framfæri samstöðu- og samúðarkveðjum frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í París og sagði árásina grimmúðlega atlögu að tjáningar- og prentfrelsi, sem eru grundvallargildi og mannréttindi sem brýnt er að standa vörð um,“ segir í yfirlýsingunni.Uppfært klukkan 23.18 eftir að yfirlýsingu ráðuneytisins var breytt. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Charlie Hebdo Tengdar fréttir Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46 Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45 Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ekki kom til tals að annar ráðherra færi til Parísar Engar skýringar komnar á fjarveru forsætisráðherra. 11. janúar 2015 21:46
Utanríkisráðherra er að undirbúa jafnréttisráðstefnu í New York Ástæða þess að Gunnar Bragi Sveinsson var ekki á samstöðufundinum í París er að hann undirbýr rakarastofuráðstefnu í New York. 11. janúar 2015 20:45
Gys gert að forsætisráðherra á Twitter Notendur síðunnar íhuga mögulegar ástæður fyrir fjarveru Sigmundar Davíðs. 11. janúar 2015 22:30