
Hert öryggisgæsla í Frakklandi

Um tíuþúsund hermenn verða færðir til og fá það verkefni að gæta hugsanlegra skotmarka. Lögreglumenn munu einnig koma til með að vera sýnilegri en til að byrja með munu þeir fá það hlutverk að gæta skóla í gyðingahverfum.
Einnig hefur öllum vettvangsferðum og skólaferðalögum í grunnskólum Parísarborgar verið slegið á frest um óákveðinn tíma.
Alls féllu sautján manns í árásum ofstækismanna í vikunni.
Tengdar fréttir

Stanslaust sírenuvæl í hverfinu í allan dag
Brynhildur Jónsdóttir-Givelet býr í 12. hverfi í Parísarborgar þar sem vopnaður maður hélt fólki í gíslingu í matvörubúð í dag.

Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu
Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig.

Amedy Coulibaly segist vera á vegum Íslamska ríkisins
Nýtt myndband af manninum sem myrti fimm manneskjur í París hefur litið dagsins ljós.

Anonymous heita því að ráðast gegn heimasíðum Íslamista
Hakkararnir vilja hefna fyrir árásina á Charlie Hebdo.

Leitin að Boumeddiene heldur áfram
Grunuð um aðild að voðaverkunum í París.

Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París
Lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól.

Áhyggjur af öryggi hafa aukist
Kveikt var í ritstjórnarskrifstofum þýska dagblaðsins Morgenpost í Hamborg um helgina. Blaðið hafði endurbirt myndir úr Charlie Hebdo.

Önnur gíslataka í austurhluta París
Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið.

Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd
„Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi.