Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli Þórleifsson Vísir/Valli Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38