Á Siver möguleika gegn McGregor? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 16:00 Conor McGregor á opinni æfingu í vikunni. Vísir/Getty Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00