Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2015 15:15 "Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín Heimisdóttir. vísir/anton brink Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar. Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum. Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Fræðslan er í raun vel þegin en gjafirnar ekki. Það er eiginlega eins og verið sé að kenna þér að skrifa en færð samt ekki blýant,“ segir Kristín. „En það vekur athygli að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem gerir athugasemdir.“Kristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur.vísir/gettyÖllum framleiðendum boðið að vera með Málið var þó eins statt í tannverndarvikunni í fyrra en Reykjavíkurborg gaf undan eftir umfjöllun fjölmiðla og gjafirnar voru afhentar börnum á skólatíma. „Ég skil tilganginn með þessum reglum, og skil að tilgangurinn sé sá að það eigi ekki að nýta sér börn til að markaðssetja vöru. En það er ekki það sem við erum að gera og við bjóðum öllum framleiðendum til að taka þátt í þessu verkefni með okkur,“ segir Kristín. „Þannig að þessar reglur eru góðar og gildar en oft gengur þetta of langt. Það á að vera hægt að treysta dómgreind skólastjórnenda – jafnvel í samráði við foreldrafélag og þá hægt að taka sameiginlega ákvörðun,“ bætir hún við. Í fjórðu grein reglna Reykjavíkurborgar segir: „Gjafir frá fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum til starfsstaða SFS (Skóla- og frístundasvið) má þiggja ef stjórnandi telur að þær samræmist stefnu SFS og með því skilyrði að ekki sé á þeim auglýsingamerkingar. [..] Starfsstaðir SFS veita ekki leyfi til að dreifa gjöfum sem ætlaðar eru börnum til einkaeignar innan starfsstaðanna á starfstíma þeirra (skólatíma) og er ekki heimilt að veita þriðja aðila leyfi til slíks.“Eilífur bardagiKristín segir að öll vinna sem lögð er í verkefnið sé sjálfboðavinna, en að pökkun og dreifing á gjöfunum kosti um 200-300 þúsund krónur. Þá taki tannlæknar sér frí frá sinni vinnu til þess að fræða og upplýsa. Tannlæknar hafi engan ávinning af því, né að afhenda börnunum gjafirnar. Þær í raun flæki framkvæmd átaksins en séu gefnar í fræðsluskyni. Því verði ekki ráðist í það verkefni að finna aðra leið til að gefa börnunum tannburstana. „Þetta virðist ætla að verða eilífur bardagi,“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira