McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:15 Conor stekkur yfir búrið. vísir/getty Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Sjá meira
Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45
Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30