Dragon Age: Inquisition - Sögusköpun upp á sitt besta Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2015 14:00 Í gegnum spilun leiksins safnar leikmaður að sér mörgum af helstu hetjum Thedas. Leiðtogar stærstu trúar heimsins eru látnir, galdramenn og Templars berjast sín á milli án tillits til saklausra borgara og djöflum rignir af himnum ofan. Einungis einn maður getur komið í veg fyrir enda heimsins. Þetta er þema hins stórskemmtilega Dragon Age: Inquisition í hnotskurn. Spilarar leiksins þurfa að byggja upp The Inquisition til berjast gegn endalokum heimsins og koma jafnvægi á heiminn. Þar sem allar helstu stofnanir ævintýraheimsins Thedas hafa brugðist er stofnaður svokallaður Inquisition, eða Rannsóknarréttur til að berjast gegn illum öflum heimsins. Spilarar DA:I bregða sér í hlutverk leiðtoga Rannsóknarréttsins og leiða baráttuna.Dragon Age: Inquisition er gífurlega umfangsmikill leikur og í senn stórskemmtilegur. Það tók mig rúmar 90 klukkustunir að klára sögu leiksins en þá átti ég heilan helling af efni eftir og gafst í raun bara upp. Samkvæmt Origin hef ég nú spilað leikinn í 110 klukkustundir. Fjölmörg stór opin svæði eru opin leikmönnum og Bioware hefur tekist að komast hjá því að svæðin virki tóm. Það vill oft vera erfitt að halda striki í verkefnum, þar sem maður er alltaf að rekast á eitthvað nýtt til að skoða.Tölvuleikir frábær vettvangur sögusköpunar Saga leiksins er stórgóð og DA:I sýnir enn og aftur hve góður miðill tölvuleikir eru til að koma góðri sögu á framfæri. Þó um sé að ræða hlutverkaleik, er hann ófhefðbundinn að því leyti að nú fær leikmaður ekki færi á að stilla af styrkleika karaktersins. Með því að setja punkta í styrk eða gáfur hans. Hetjan er þróuð í samtölum við aðra karaktera leiksins. Þá tekst framleiðendum leiksins að láta leikmönnum finnast þeir í raun stýra stórum her, með því að senda útsendara til að leysa hin ýmsu verkefni út um heiminn. Einnig hefur maður alltaf á tilfinningunni að ákvarðanir sem að teknar eru hafi mikil áhrif. Netspilun DA:I virkar á þann veg að leikmenn eru settir í hlutverk útsendara Rannsóknarréttarins og eiga að leysa verkefni í sameiningu.Dragon Age heimurinn er nú orðinn gríðarstór, en gerðir hafa verið þrír stórir tölvuleikir, auk tveggja snjallsímaleikja, myndasagna, bóka og teiknimynda.Of langt frá uppruna sínum Fyrsti leikur seríunnar, Dragon Age: Origins er einhver besti töluleikur sem ég hef spilað og það er erfitt að bera DA:I ekki saman við hann. Vel tókst að gera ævintýraleik sem virkaði raunverulegur að vissu leyti. Karakterar leiksins voru engin ofurmenni og taktík spilaði stóran þátt í spilun leiksins. Þar skipti máli hvaða hæfileika beitt var, gegn hverjum og hvenær. Hægt var að sameina hæfileika, eins og með því að frysta óvini og brjóta þá með þungu höggi. Það er í raun enn hægt í Inquisition, en skiptir nánast engu máli. Leikmenn geta notað hæfileika sína nánast án takmarkana og fylgir þeim mikil ljósasýning og taktar. Það er á köflum erfitt að sjá hvað er um að vera í bardögum vegna þessarar miklu ljósasýningar sem og að sjónarhorn leiksins getur verið til vandræða. Mögulegt er að búa til sín eigin vopn og sínar eigin brynjur úr hráefnum sem safnað er í leiknum. Crafting kerfi DA:I er gott, en þó þykir mér vanta fjölbreytni. Þá verður þreytandi að stoppa og tína upp hverja einustu plöntu og alla þá málma sem á vegi manns verða. Þar sem svæði leiksins eru eins stór og raun ber vitni er nú mögulegt að nota hesta til að ferðast um á styttri tíma en annars. Önnur nýjung sem lítur dagsins ljós er að lækningagaldrar hafa alfarið verið teknir úr leiknum og þess í stað er boðið upp á takmarkaðan fjölda svokallaðra Healing potions.Útlit umhverfisins í Dragon Age: Inquisition, er mjög flott.Þrátt fyrir að ýmis atriði séu Dragon Age: Inquisition til trafala er gífurlega margt sem gerir þennan leik stórskemmtilegan og eftirsóknarverðan. Spilun hans er skemmtileg. Þó bardagar geti orðið einsleitir, eru þeir skemmtilegir og oft á tíðum mjög erfiðir og leikurinn lítur vel út. Samtöl hetja sem eru í leiknum geta verið mjög fyndin en flestir karakterar í leiknum er mjög vel unnir og talsettir. Saga leiksins er frábær og umfang leiksins veldur því að mikill tími fer í að spila hann. Þar að auki er endurspilunargildi hans mikið þar sem forvitnilegt er að spila hann sem galdramaður í eitt skipti og Qunari eða dvergur í annað skipti. Þá gefur netspilun leiknum aukið gildi. Allt í allt er ekki ólíklegt að þónokkrir vinnudagar fari í spilun DA:I.Þó söguþráður leiksins snúi ekki að drekum að þessu sinni eru fjölmargir drekar sem leikmaður þarf að berjast við. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leiðtogar stærstu trúar heimsins eru látnir, galdramenn og Templars berjast sín á milli án tillits til saklausra borgara og djöflum rignir af himnum ofan. Einungis einn maður getur komið í veg fyrir enda heimsins. Þetta er þema hins stórskemmtilega Dragon Age: Inquisition í hnotskurn. Spilarar leiksins þurfa að byggja upp The Inquisition til berjast gegn endalokum heimsins og koma jafnvægi á heiminn. Þar sem allar helstu stofnanir ævintýraheimsins Thedas hafa brugðist er stofnaður svokallaður Inquisition, eða Rannsóknarréttur til að berjast gegn illum öflum heimsins. Spilarar DA:I bregða sér í hlutverk leiðtoga Rannsóknarréttsins og leiða baráttuna.Dragon Age: Inquisition er gífurlega umfangsmikill leikur og í senn stórskemmtilegur. Það tók mig rúmar 90 klukkustunir að klára sögu leiksins en þá átti ég heilan helling af efni eftir og gafst í raun bara upp. Samkvæmt Origin hef ég nú spilað leikinn í 110 klukkustundir. Fjölmörg stór opin svæði eru opin leikmönnum og Bioware hefur tekist að komast hjá því að svæðin virki tóm. Það vill oft vera erfitt að halda striki í verkefnum, þar sem maður er alltaf að rekast á eitthvað nýtt til að skoða.Tölvuleikir frábær vettvangur sögusköpunar Saga leiksins er stórgóð og DA:I sýnir enn og aftur hve góður miðill tölvuleikir eru til að koma góðri sögu á framfæri. Þó um sé að ræða hlutverkaleik, er hann ófhefðbundinn að því leyti að nú fær leikmaður ekki færi á að stilla af styrkleika karaktersins. Með því að setja punkta í styrk eða gáfur hans. Hetjan er þróuð í samtölum við aðra karaktera leiksins. Þá tekst framleiðendum leiksins að láta leikmönnum finnast þeir í raun stýra stórum her, með því að senda útsendara til að leysa hin ýmsu verkefni út um heiminn. Einnig hefur maður alltaf á tilfinningunni að ákvarðanir sem að teknar eru hafi mikil áhrif. Netspilun DA:I virkar á þann veg að leikmenn eru settir í hlutverk útsendara Rannsóknarréttarins og eiga að leysa verkefni í sameiningu.Dragon Age heimurinn er nú orðinn gríðarstór, en gerðir hafa verið þrír stórir tölvuleikir, auk tveggja snjallsímaleikja, myndasagna, bóka og teiknimynda.Of langt frá uppruna sínum Fyrsti leikur seríunnar, Dragon Age: Origins er einhver besti töluleikur sem ég hef spilað og það er erfitt að bera DA:I ekki saman við hann. Vel tókst að gera ævintýraleik sem virkaði raunverulegur að vissu leyti. Karakterar leiksins voru engin ofurmenni og taktík spilaði stóran þátt í spilun leiksins. Þar skipti máli hvaða hæfileika beitt var, gegn hverjum og hvenær. Hægt var að sameina hæfileika, eins og með því að frysta óvini og brjóta þá með þungu höggi. Það er í raun enn hægt í Inquisition, en skiptir nánast engu máli. Leikmenn geta notað hæfileika sína nánast án takmarkana og fylgir þeim mikil ljósasýning og taktar. Það er á köflum erfitt að sjá hvað er um að vera í bardögum vegna þessarar miklu ljósasýningar sem og að sjónarhorn leiksins getur verið til vandræða. Mögulegt er að búa til sín eigin vopn og sínar eigin brynjur úr hráefnum sem safnað er í leiknum. Crafting kerfi DA:I er gott, en þó þykir mér vanta fjölbreytni. Þá verður þreytandi að stoppa og tína upp hverja einustu plöntu og alla þá málma sem á vegi manns verða. Þar sem svæði leiksins eru eins stór og raun ber vitni er nú mögulegt að nota hesta til að ferðast um á styttri tíma en annars. Önnur nýjung sem lítur dagsins ljós er að lækningagaldrar hafa alfarið verið teknir úr leiknum og þess í stað er boðið upp á takmarkaðan fjölda svokallaðra Healing potions.Útlit umhverfisins í Dragon Age: Inquisition, er mjög flott.Þrátt fyrir að ýmis atriði séu Dragon Age: Inquisition til trafala er gífurlega margt sem gerir þennan leik stórskemmtilegan og eftirsóknarverðan. Spilun hans er skemmtileg. Þó bardagar geti orðið einsleitir, eru þeir skemmtilegir og oft á tíðum mjög erfiðir og leikurinn lítur vel út. Samtöl hetja sem eru í leiknum geta verið mjög fyndin en flestir karakterar í leiknum er mjög vel unnir og talsettir. Saga leiksins er frábær og umfang leiksins veldur því að mikill tími fer í að spila hann. Þar að auki er endurspilunargildi hans mikið þar sem forvitnilegt er að spila hann sem galdramaður í eitt skipti og Qunari eða dvergur í annað skipti. Þá gefur netspilun leiknum aukið gildi. Allt í allt er ekki ólíklegt að þónokkrir vinnudagar fari í spilun DA:I.Þó söguþráður leiksins snúi ekki að drekum að þessu sinni eru fjölmargir drekar sem leikmaður þarf að berjast við.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira