Íþróttaþátturinn Skjálfandi var á dagskrá X-ins 97.7 á Gamlársdag og nú má hlusta á þáttinn á netinu.
Í þættinum fékk íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson góða menn í heimsókn sem gerðu upp íþróttaárið og horfðu fram á veginn.
Þrjú innslög voru í þættinum sem má hlusta á með því að smella á hlekkina hér að neðan.
Baldur Beck og Kjartan Atli Kjartansson gera upp körfuboltaárið.
Guðjón Guðmundsson og Einar Örn Jónsson ræða um handboltalandsliðið, HM í Katar og framtíð handboltans á á Íslandi.
Hörður Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson fara um víðan völl í spjalli um knattspyrnuárið 2014.
Áramótasprengja Skjálfanda komin á netið
