Netflix má takmarka sölu á vöru sinni og þjónustu samkvæmt reglum ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:55 Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða Steingrímssonar, lögmanns. Vísir Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“ Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“
Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46
Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00