Nýjustu eintökin af satírutímaritinu seljast nú á yfir 70.000 evrur eða tæplega ellefu milljónir íslenskar krónur á Ebay.
Þau sextíu þúsund eintök af nýjasta tölublaðinu sem fóru í prentun seldust strax upp eftir hamfarirnar.
Tvær forsíður blaðsins hafa verið mikið í umræðunni í tengslum við málið og komu þær báðar út árið 2011.

Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, eru með minnst einn gísl í haldi í prentsmiðju í bænum.
Tólf manns létust og sjö særðir eftir að hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar.