Á gólfi hefðarfólks undir þaki verkafólks 23. janúar 2014 09:46 "Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks,“ segir Katrín. Fréttablaðið/GVA „Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“ Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Verkið gengur út frá þeirri grundvallarstaðhæfingu að gólf séu óhreyfanleg, en snýr þessari staðhæfingu upp í andstæðu sína vegna þess að þetta er gólf sem hreyfist,“ segir myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún var með á Feneyjatvíæringnum. Þar var það í gömlu þvottahúsi, nú er hún að setja það upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Það er ekki bara gólf, heldur teikna útlínur þess 18. aldar hallarskála. „Þessu hallargólfi hefðarfólksins er stungið inn í byggingar sem allar hafa raunverulega fortíð sem athafnasvæði verkafólks, þannig að þegar maður gengur á verkinu er maður á gólfi hefðarfólksins en undir þaki verkafólksins,“ segir listakonan. Verkið er á neðri hæð Hafnarhússins, tekur yfir A-salinn og hluta af portinu. Katrín segir rýmra um það hér en var í Feneyjum og segir marga eiga heiðurinn að því að flytja verkið milli landanna. „Ég hef sjálf verið að mestu leyti upptekin við að teikna og skipuleggja uppsetninguna hér vegna þess að það er svo mikið öðruvísi en á Ítalíu.“ Katrín býr og starfar bæði hér á landi og í New York en segir fólk í sinni starfsgrein gjarnan að vinna þar sem verkefnin séu. „Mín verk eru að jafnaði byggð inn í rýmið og eru því staðbundin og gerð þeirra er þá líka staðbundin,“ útskýrir hún. En opnaði þátttaka hennar í Feneyjatvíæringnum henni ekki einhverjar dyr? „Jú, sannarlega. Það var mjög góð aðsókn að sýningunni allan tímann. Til Feneyja kemur margt fólk sem starfar í faginu. Verkið mitt vakti athygli og mér hefur verið boðið á þó nokkuð margar sýningar í framhaldinu. Listasafn Reykjavíkur gaf líka út fallegan bækling sem var á sýningunni úti og hann hefur stuðlað að góðri alþjóðlegri kynningu á verkinu og mér.“
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“