Spilaði af hamsleysi en líka mýkt Jónas Sen skrifar 28. ágúst 2014 09:44 Sinfóníuhljómsveit Toronto. Sinfóníuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudaginn 24. ágúst. Þegar ég vaknaði daginn eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjajkovskís enn í höfðinu á mér. Einleikarinn James Ehnes var ótrúlega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljómsveitarinnar allrar undir stjórn Peters Oundjian var svo áhrifamikil. Hver einasti tónn hafði merkingu, laglínurnar voru fullar af tilfinningu. Stígandin í túlkuninni var þannig að hvergi var dauður punktur. Þetta var stórkostlegur flutningur. Tæknin hjá bæði einleikara og hljómsveit var óaðfinnanleg, en hún var ávallt í þjónustu innblástursins. Þegar svona framúrskarandi listafólk kemur fram gerir maður ráð fyrir að tæknin sé í lagi. Hún sætir engum sérstökum tíðindum. Ekkert frekar en tæknibrellur í Hollywood-stórmynd. Aðalatriðið er að myndin sé skemmtileg. Sömu sögu er að segja um tónlistina. Fyrir utan fiðlukonsertinn eftir Tsjajkovskí voru tvö önnur verk á efnisskránni. Hið fyrra var Óríon eftir kanadíska tónskáldið Claude Vivier (1948-1983). Vivier var samkynhneigður og var myrtur af karlkyns hóru í París. Þar með varð tónlistarheimurinn af einstökum hæfileikum, því tónlistin sem hljómaði á tónleikunum var afar seiðandi. Verkið byggðist á laglínu sem innihélt sjö hendingar. Stefið vísaði þannig til stjarnanna sjö sem mynda stjörnumerkið Óríon. Tónlistin var full af heillandi blæbrigðum og óvanalegum hljóðfærasamsetningum. Hljómsveitin spilaði hana af afburðum. Fínlegustu litbrigði voru nostursamlega mótuð og háværir kaflar voru í senn þéttir og óheftir. Þvílíkar andstæður! Sömu sögu er að segja um lokaatriði efnisskrárinnar, Sinfóníska dansa eftir Rakmaninoff. Þetta var myrk tónlist sem byggðist á gríðarlega öflugum andstæðum. Hljómsveitin spilaði hana af hamsleysi þegar við átti, en dásamlegri mýkt inn á milli. Samhljómurinn í sveitinni var breiður og safaríkur, sérstaklega aðdáunarverður var þykkur strengjahljómurinn sem var algerlega frábær. Hljómsveitin var líka svo samtaka, hún spilaði eins og einn maður. Endirinn á verkinu var magnaður, spennuþrunginn og kröftugur. Sem aukalag lék hljómsveitin marsinn úr Pathetique-sinfóníu Tsjakovskís. Það var rúsínan í pylsuendanum – ærandi fjör! Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir.Niðurstaða: Með flottustu klassísku tónleikum ársins. Gagnrýni Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Sinfóníuhljómsveitin í Toronto flutti verk eftir Vivier, Rakmaninoff og Tsjajkovskí í Eldborg Hörpu sunnudaginn 24. ágúst. Þegar ég vaknaði daginn eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar í Toronto ómaði fiðlukonsert Tsjajkovskís enn í höfðinu á mér. Einleikarinn James Ehnes var ótrúlega flinkur, en það var ekki málið. Nei, túlkun hans og hljómsveitarinnar allrar undir stjórn Peters Oundjian var svo áhrifamikil. Hver einasti tónn hafði merkingu, laglínurnar voru fullar af tilfinningu. Stígandin í túlkuninni var þannig að hvergi var dauður punktur. Þetta var stórkostlegur flutningur. Tæknin hjá bæði einleikara og hljómsveit var óaðfinnanleg, en hún var ávallt í þjónustu innblástursins. Þegar svona framúrskarandi listafólk kemur fram gerir maður ráð fyrir að tæknin sé í lagi. Hún sætir engum sérstökum tíðindum. Ekkert frekar en tæknibrellur í Hollywood-stórmynd. Aðalatriðið er að myndin sé skemmtileg. Sömu sögu er að segja um tónlistina. Fyrir utan fiðlukonsertinn eftir Tsjajkovskí voru tvö önnur verk á efnisskránni. Hið fyrra var Óríon eftir kanadíska tónskáldið Claude Vivier (1948-1983). Vivier var samkynhneigður og var myrtur af karlkyns hóru í París. Þar með varð tónlistarheimurinn af einstökum hæfileikum, því tónlistin sem hljómaði á tónleikunum var afar seiðandi. Verkið byggðist á laglínu sem innihélt sjö hendingar. Stefið vísaði þannig til stjarnanna sjö sem mynda stjörnumerkið Óríon. Tónlistin var full af heillandi blæbrigðum og óvanalegum hljóðfærasamsetningum. Hljómsveitin spilaði hana af afburðum. Fínlegustu litbrigði voru nostursamlega mótuð og háværir kaflar voru í senn þéttir og óheftir. Þvílíkar andstæður! Sömu sögu er að segja um lokaatriði efnisskrárinnar, Sinfóníska dansa eftir Rakmaninoff. Þetta var myrk tónlist sem byggðist á gríðarlega öflugum andstæðum. Hljómsveitin spilaði hana af hamsleysi þegar við átti, en dásamlegri mýkt inn á milli. Samhljómurinn í sveitinni var breiður og safaríkur, sérstaklega aðdáunarverður var þykkur strengjahljómurinn sem var algerlega frábær. Hljómsveitin var líka svo samtaka, hún spilaði eins og einn maður. Endirinn á verkinu var magnaður, spennuþrunginn og kröftugur. Sem aukalag lék hljómsveitin marsinn úr Pathetique-sinfóníu Tsjakovskís. Það var rúsínan í pylsuendanum – ærandi fjör! Maður hálfpartinn dansaði út úr Hörpunni á eftir.Niðurstaða: Með flottustu klassísku tónleikum ársins.
Gagnrýni Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira