Tónlist

Stórt ár hjá Extreme Chill

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Pan Thorarensen, einn aðstandenda hátíðarinnar ásamt Sebastian Studnitzky, sem kemur fram á Kexi Hosteli í febrúar.
Pan Thorarensen, einn aðstandenda hátíðarinnar ásamt Sebastian Studnitzky, sem kemur fram á Kexi Hosteli í febrúar.
2015 verður viðburðaríkt ár fyrir Extreme Chill-tónlistarhátíðina en hún verður haldin á þremur stöðum – í Berlín, Reykjavík og undir Snæfellsjökli.

Í febrúar leiðir hátíðin saman hesta sína við þýsku hátíðina Xjazz Festival en þá munu þýskir tónlistarmenn svo sem Jazzanova og Claudio Puntin troða upp á Húrra í Reykjavík, ásamt Emiliönu Torrini og fleirum.

Vikuna eftir verða svo íslenskir tónlistarmenn svo sem Emiliana og ADHD fluttir til Berlínar en samstarfið er styrkt af WOW Air og ÚTÓN. Þá verður hátíðin haldin undir Snæfellsjökli í ágúst eins og hefð hefur myndast fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×