Ekki ætlaðar börnum Þórður Ingi Jónsson skrifar 29. desember 2014 11:30 Kjartan þykir hönnunin á VHS-kápunum skemmtileg. vísir/vilhelm „Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Fjarsjóðsleit hjá hákörlum“, „Blóðrauða brúðkaupið“ og „Kung fu djöflarnir“ eru nokkrir kvikmyndatitlar sem grípa augað á hinum nýstofnaða Facebook-hóp Íslenzk myndbönd, sem tileinkaður er gömlum kápum á VHS-spólum. „Ekki ætluð börnum – fékk SEX stjörnur hjá Extrablaðinu!“ segir á tveimur kápum, sem vekja án vafa nostalgíu hjá þeim sem muna enn eftir myndbandaleigunum og þessari úreltu en jafnframt sjarmerandi tækni.Ógnvaldurinn (the Blood Beast Terror)„Ég er búinn að vera að safna síðan 1987,“ segir Kjartan Ari Pétursson myndlistarmaður, sem stofnaði hópinn. „Það er svo skemmtileg hönnun á þessum gömlu kápum sem ég er mjög hrifinn af, sérstaklega frá myndböndum Regnbogans, það er þetta einfalda form,“ segir Kjartan. „Þessar fyrstu spólur frá Regnboganum eru teknar beint af filmunum sem voru sýndar í bíóinu, þær eru oft slitnar og rispaðar og það vantar í þær hljóðið stundum, þannig að þú ert að sjá það sem var sýnt til að byrja með í kvikmyndahúsinu.“Ástríður Emmanúellar (Black Cobra Woman)Mikið var gefið út af költ- og B-myndum á Íslandi á þessum tíma. „Eins og í Evrópu virðast þeir hafa verið að gefa út mikið af gömlum breskum hryllingsmyndum, „exploitation“-myndum frá Ítalíu og Frakklandi. Þetta lítur út fyrir að hafa verið mjög líflegt fyrstu árin áður en lögreglan fór í málið,“ segir Kjartan en eins og menn muna kannski eftir var lagt bann við „ofbeldiskvikmyndum“ árið 1982 í kjölfar „video nasty“-deilunnar í Bretlandi. Um var að ræða siðferðiskrísu þar sem ofbeldisfullar hryllingsmyndir voru ritskoðaðar og bannaðar og var því gerður alræmdur listi yfir svokallaðar „video nasties“. Kjartan segist eiga nokkrar af spólunum sem voru á íslenska bannlistanum og eru þær sannkallaðir gullmolar úr kvikmyndasögunni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira