Grínmyndin The Interview er ekki eina myndin sem féll í glatkistu Hollywood vegna hótana Norður-Kóreumanna því einnig er búið að hætta við ónefndan spennutryllir með leikaranum Steve Carell í aðalhlutverki.
Myndin, sem Gore Verbinski átti að leikstýra, gerðist í Norður-Kóreu og var lýst sem „vænisjúkum spennutrylli“.
Samkvæmt frétt Deadline hefur útgáfufyrirtækið Fox neitað að dreifa myndinni en tökur áttu að hefjast í mars.
