Tónlist

Halda tónleika í nánum rýmum í heimahúsum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Íkorni tróð upp með hljómsveit í heimahúsi.
Íkorni tróð upp með hljómsveit í heimahúsi. mynd/scott shigeoka
„Ég held að það sem fólk kann að meta við tónleikana okkar sé að áhorfendur vita ekki hver er að fara að troða upp og stundum kemur það á óvart, það gæti verið annaðhvort einhver sem er að feta sig áfram í senunni eða einhver sem er þegar þekktur,“ segir Leana Clothier, ein þeirra sem standa að framtakinu Sofar Sounds.

Um er að ræða alþjóðlegt fyrirbæri þar sem tónleikar eru haldnir í nánum rýmum, til dæmis í heimahúsum.

„Tónleikarnir eiga það til að vera hljóðlátir þannig að tónlistarmennirnir sem spila þurfa ekki að keppa við skarkalann í glerflöskum og samræður fólks. Þetta er mjög náin stemning. Vanalega eru tónlistarmennirnir viðstaddir allt kvöldið og fylgjast með hinum sem troða upp.“

Seinustu tónleikarnir voru haldnir heima hjá einum aðstandenda Sofar Sounds í Reykjavík en þá tróðu upp Íkorni, Soffía Björk og ástralska sveitin Owls of the Swamp. „Tónleikarnir voru gríðarlega skemmtilegir og svo virðist sem Íkorni hafi virkilega gripið athygli allra!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×