Megas og vinir flytja hinar umdeildu Jesúrímur Þórður Ingi Jónsson skrifar 18. desember 2014 09:00 Hörður Bragason, organisti segir rímurnar þykja enn ófínar á köflum. Vísir/pjetur Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.- Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Megas og Sauðrekarnir flytja Jesúrímur eftir Tryggva Magnússon, teiknara og myndlistarmann, ásamt Ágústu Evu Erlendsdóttir á Kexi Hosteli á föstudaginn. „Megas samdi tónlistina við Jesúrímur árið 1973,“ segir Hörður Bragason organisti sem leiðir Sauðrekana. „Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“Megas samdi tónlist við rímurnar á sínum tíma.Vísir/valliHörður segir vísurnar hafa verið umdeildar á sínum tíma. „Sumum þykja þær enn þá pínulítið ófínar og allt að því dónalegar á köflum, en þetta er mjög skemmtilegur skáldskapur í gömlum rímnastíl,“ segir hann, en þær hafa aldrei verið gefnar út opinberlega. „Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.-
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira