Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar