Orðsending til jólasveina Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. desember 2014 07:00 Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú eru jólasveinar farnir að koma til byggða með ýmislegt spennandi í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein – eins og flestar þjóðir gera – heldur 13 sem koma einn af öðrum. Það hljóta að fylgja þessu gjafastússi mikil útgjöld á jólasveinaheimilinu. Það virðist einnig hafa orðið mikil gjafabóla hjá jólasveinum undanfarin ár eða áratugi, þar sem hér á árum áður voru gjafir mun minni. Þá fengu krakkar gjarnan ávöxt og kannski örlítið sælgæti um helgar. Svo virðast jólasveinar líka mismuna börnum frekar nú en áður fyrr, þar sem sum barnanna fá mjög dýrar og stórar gjafir, sem komast jafnvel ekki í neina skó, á meðan önnur fá litlar gjafir. Kæru jólasveinar, ég hef áður skrifað ykkur bréf og bent ykkur á að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mig langar að benda ykkur á að það væri kannski skynsamlegt að koma á samvinnu við foreldrafélög í leikskólum og grunnskólum um að setja einhver viðmið um gjafir frá ykkur, því börn tala saman og bera sig saman. Samt er það svo að dýrmætustu gjafirnar fara ekki í skó. Þær eru endingargóðar og einstaklega umhverfisvænar. Þær enda ekki í ruslinu eftir jólin, þær þarf ekki einu sinni að endurvinna. Þær munu endast börnunum alla ævi og vaxa og dafna hjá barninu með tímanum. Þessar gjafir stuðla að auknum þroska og bættri sjálfsmynd barnanna. Þetta eru dýrmæt þroskaleikföng, en kosta samt sáralítið sem ekkert. Ég veit, kæru jólasveinar, að það er erfitt fyrir ykkur að gefa börnunum þessar gjafir sjálfir, en þið getið ef til vill gert samning við foreldra barnanna. Stærstu og bestu gjafirnar Stærstu og bestu gjafirnar sem börnin fá er tími með foreldrum sínum og fjölskyldu, umhyggja, gleði, umburðarlyndi, samvera og samtal, vinátta, virðing, hrós, bros, faðmlag, uppörvun, stuðningur, kærleikur, að spila saman, lesa saman, baka saman, horfa á jólamynd saman, taka til saman (og taka kannski aðeins minna til), bjóða vinum heim og svo mætti lengi telja. Þessar gjafir fást ekki fyrir peninga en eru afar endingargóðar og mikilvægt innlegg í andlega velferð barnanna til framtíðar. Þessar gjafir byggja upp sjálfsmynd og sterkan einstakling. Með því að gefa þessar dýrmætu gjafir er þar að auki verið að tryggja að börn njóti þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum. Samkvæmt honum eiga börn rétt á umhyggju og vernd, að njóta leiðsagnar og stuðnings foreldra sinna og að umgangast þá báða. Þau eiga rétt á að lifa og þroskast, líkamlega, andlega og félagslega. Til þess þurfa þau ekki síst að hafa tækifæri til að byggja upp sterka sjálfsmynd, njóta samveru og hvatningar. Þau þurfa líka að læra að meta það sem þau eiga og fá. Börn eiga hins vegar ekki rétt á að öðlast allt það sem hugurinn girnist og að allar þeirra óskir séu uppfylltar. Slíkt getur flokkast sem ofdekur og í raun er ofdekur ein birtingarmynd vanrækslu, sem enginn vill gerast sekur um. Kæru jólasveinar. Þið megið líka hugsa til barna sem lenda í einelti og styðja verkefni sem miða að því að koma í veg fyrir einelti. Með því að fara inn á jolapeysan.is getið þið styrkt Vináttu, forvarnarverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti í leikskólum, en þangað má gjarnan rekja rætur eineltis. Við hjá Barnaheillum óskum ykkur að lokum gleðilegra jóla, með von um að hátíðin muni færa ykkur gleði, frið og samveru.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun