Forboðin freisting 6. desember 2014 14:00 Anna Brynja er lítið fyrir sætindi en fær sér stundum góðan bjór í staðinn. Vísir/Valli Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip. Jólamatur Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip.
Jólamatur Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira