„Ég er ekki svalur. Ég veit ekki hvaða helvítis tónlistarhátíð Coachella er og ég skil hvorki veraldarvefinn né þröngar gallabuxur,“ segir rokkarinn Kid Rock í viðtali við Rolling Stone en hann vinnur nú að fyrstu plötu sinni í nokkur ár, First Kiss.
Hann segist reyndar telja fyrri plötuna, Rebel Soul frá 2012 vera slæma þannig að það sé meiri pressa á honum í þetta sinn.
Nokkur lög á plötunni sem nefnd eru í viðtalinu eru til dæmis Hoppin Around, óður til bróður hans Billy sem missti fótinn í traktorslysi. „Honum þykir lagið drullufyndið,“ segir Rock.
Einnig er lagið „Ain‘t Enough Whiskey“ þar sem Rock skýtur föstum skotum á stjórnmálamenn sem vilja „taka byssurnar mínar burt“.
