Breytingar haft áhrif á fæðingarorlof feðra Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Breytingar á umgjörð fæðingarorlofs hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Fréttablaðið/Getty Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á umgjörð fæðingarorlofs síðustu árin. Ólöf Garðarsdóttir prófessor og Heiða María Sigurðardóttir, doktor í sálfræði, telja þessar breytingar hafa haft mikil áhrif á töku fæðingarorlofs meðal feðra. Árið 2003 voru sett lög um níu mánaða fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar fengu þrjá mánuði hver og svo gátu foreldrar skipt hinum þremur mánuðunum á milli sín. Fengu foreldrar þá 80% af launum sínum í fæðingarorlofi. Árið 2006 var síðan sett hámark á útborgun fæðingarorlofs sem síðan var lækkuð verulega um mitt ár 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þær Ólöf og Heiða María skoðuðu áhrif þessarar lækkunar á fæðingarorlof feðra. Gögnin þeirra náðu til ársins 2011. Fundu þau út að lækkun þaksins hafði áhrif á flest alla tekjuhópa, þó langmest á þá tekjuhæstu. Lækkun hámarksútborgunar fæðingarorlofssjóðs kom því harðast niður á þeim hópi. „Það er áhugavert að skoða fæðingarorlof feðra að þessu leyti. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar niðurstöður um fæðingarorlof feðra eftir hrun.“Þær greiningar á fæðingarorlofi feðra sem velferðarráðuneytið hefur látið gera fyrir sig nú í haust sýna annað mynstur. Þau gögn eru nýrri og sýna að tekjuháir feður eru líklegri til að taka fæðingarorlof en tekjulágir feður, þó það hafi meiri fjárhagsleg áhrif fyrir þá tekjuhærri. „Það sem við sjáum í gögnunum hjá okkur er þetta mynstur að tekjulágir feður hafa upp á síðkastið ekki verið að taka fæðingarorlof. Þær skýringar sem hefur verið velt upp, hafa verið á þá leið að ástand á vinnumarkaði hamli þeim til töku fæðingarorlofs. Tekjulágir feður ríghaldi í þau störf sem þeir hafa og séu ekki eins öruggir og áður um starf sitt,“ segir Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Nú hefur velferðarráðherra sett á fót starfshóp í velferðarráðuneytinu til að fara yfir fæðingarorlofsmálin í heild sinni. Eitt af umfjöllunarefnum hópsins verður hvort mikilvægara sé að lengja fæðingarorlofið eða hækka hámarksgreiðslur til foreldra þannig að markmiðum laga verði best náð.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira