Metið hans Birkis lifir enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 08:30 Birkir Kristinsson fagnar hér 1-1 jafntefli á móti Frökkum á Laugardals-vellinum ásamt þeim Þórði Guðjónssyni og Rúnari Kristinssyni. Birkir hélt marki sínu hreinu í næstu þremur mótsleikjum og 59 mínútum betur. Vísir/Hilmar Þór Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn