Small allt saman fyrir 40 árum Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 11:30 Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson hafa starfað saman í fjörutíu ár. Fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér sína tíundu hljóðversplötu með nýju efni. Hún nefnist Í núinu og inniheldur níu ný lög úr laga- og textasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. „Textarnir eru svolítið um núið, það sem er akkúrat í gangi í dag. Það er engin sérstök fortíðarhyggja í gangi í textagerðinni,“ segir Magnús aðspurður. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús hófu samstarf undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljómsveitarinnar. „Við vorum í hljómsveit á þessum tíma sem hét Lísa og í henni voru ég, Björn Björnsson trommari og Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari og söngvari. Við vorum að svipast um eftir bassaleikara. Við vorum með æfingaaðstöðu í skúr vestur í bæ, þar sem Ísbúð vesturbæjar er núna og eitthvað fleira,“ segir Magnús. „Einhvern tímann voru þeir að vinna saman, Baldur og Pálmi, í söngleiknum Jesus Christ Superstar, og þannig kynntust þeir. Baldur tók Pálma með á æfingu út í skúr og einhvern veginn small þetta allt saman,“ segir hann og bætir við: „Pálmi var frægastur út af Júdasar-hlutverkinu og um tíma hétum við Hljómsveit Pálma Gunnarssonar, því það seldist betur en eitthvað annað. Fljótlega gerðum við plötu saman og hún hét Mannakorn. Við tókum hana upp "74 og ætluðum að gefa út fyrir jól en það hafðist ekki.“ Pálmi og Magnús hafa alla tíð myndað kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúfanlegur hluti af hljómsveitinni og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. Einnig spila á plötunni synir Magnúsar, Stefán Már og Magnús, auk þess sem dætur Pálma, Ninna Rúna og Ragnheiður Helga, syngja. Af þeim hefur aðeins Magnús yngri spilað áður inn á plötu með Mannakornum. „Það er gaman að spila með strákunum, rosalegt stuð,“ segir Magnús eldri, spurður út í samstarfið með sonunum. „Ég á þrjá stráka, sem spila allir á hljóðfæri. Ég var nýlega að gera mér grein fyrir því að við gætum verið með hljómsveit,“ segir hann en þriðji sonurinn er bassaleikarinn Andri sem starfar sem rafmagnstæknifræðingur. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Mannakorn hefur sent frá sér sína tíundu hljóðversplötu með nýju efni. Hún nefnist Í núinu og inniheldur níu ný lög úr laga- og textasmiðju Magnúsar Eiríkssonar. „Textarnir eru svolítið um núið, það sem er akkúrat í gangi í dag. Það er engin sérstök fortíðarhyggja í gangi í textagerðinni,“ segir Magnús aðspurður. Fjörutíu ár eru liðin síðan Þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús hófu samstarf undir vinnuheitinu Hljómsveit Pálma Gunnarssonar. Fyrsta plata þeirra kom út árið 1975 og bar heitið Mannakorn, sem þróaðist svo út í verða nafn hljómsveitarinnar. „Við vorum í hljómsveit á þessum tíma sem hét Lísa og í henni voru ég, Björn Björnsson trommari og Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari og söngvari. Við vorum að svipast um eftir bassaleikara. Við vorum með æfingaaðstöðu í skúr vestur í bæ, þar sem Ísbúð vesturbæjar er núna og eitthvað fleira,“ segir Magnús. „Einhvern tímann voru þeir að vinna saman, Baldur og Pálmi, í söngleiknum Jesus Christ Superstar, og þannig kynntust þeir. Baldur tók Pálma með á æfingu út í skúr og einhvern veginn small þetta allt saman,“ segir hann og bætir við: „Pálmi var frægastur út af Júdasar-hlutverkinu og um tíma hétum við Hljómsveit Pálma Gunnarssonar, því það seldist betur en eitthvað annað. Fljótlega gerðum við plötu saman og hún hét Mannakorn. Við tókum hana upp "74 og ætluðum að gefa út fyrir jól en það hafðist ekki.“ Pálmi og Magnús hafa alla tíð myndað kjarna Mannakorna en allt frá árinu 1979, á plötunni Brottför kl. 8, hefur Ellen Kristjánsdóttir einnig verið órjúfanlegur hluti af hljómsveitinni og hún kemur að sjálfsögðu við sögu á nýju plötunni. Einnig spila á plötunni synir Magnúsar, Stefán Már og Magnús, auk þess sem dætur Pálma, Ninna Rúna og Ragnheiður Helga, syngja. Af þeim hefur aðeins Magnús yngri spilað áður inn á plötu með Mannakornum. „Það er gaman að spila með strákunum, rosalegt stuð,“ segir Magnús eldri, spurður út í samstarfið með sonunum. „Ég á þrjá stráka, sem spila allir á hljóðfæri. Ég var nýlega að gera mér grein fyrir því að við gætum verið með hljómsveit,“ segir hann en þriðji sonurinn er bassaleikarinn Andri sem starfar sem rafmagnstæknifræðingur.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira