Klaufabárðar í Tékklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2014 06:00 Gíslason tapar hér baráttunni við tvo Tékka í leiknum í Plzen í gærkvöldi. Vísir/Daníel Eftir draumabyrjun strákanna okkar í undankeppni EM 2016 mættu þeir ofjörlum sínum í Plzen í Tékklandi í gær. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi reyndar yfir snemma leiks en Pavel Kaderábek jafnaði metin fyrir heimamenn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Afar klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar í síðari hálfleik varð svo Íslandi að falli. Heilt yfir var sigur Tékka sanngjarn þó svo að Kolbeinn Sigþórsson hafi komist í gott færi skömmu eftir mark Ragnars og þá skaut Gylfi Þór Sigurðsson í stöng í síðari hálfleik. En Tékkar náðu að yfirspila Ísland á miðjunni og sköpuðu sér mun fleiri hættuleg færi. Sigur þeirra var verðskuldaður. Það var þó mögnuð stund er Ragnar skoraði fyrir Ísland strax á áttundu mínútu en þeir rúmlega 700 Íslendingar sem voru á vellinum trylltust. Það sló þögn á heimamenn. Tékkar létu þó ekki slá sig út af laginu og voru áfram sterkari aðilinn. Fyrir markið höfðu þeir skapað sér tvö góð færi og pressan hélt áfram eftir að Ragnar skoraði. Tékkar sóttu grimmt á Theodór Elmar en voru annars óhræddir við að þrýsta íslenska liðinu langt aftur að eigin marki. Tékkar voru kvikir, beittu stuttum sendingum og tókst oftar en ekki að riðla skipulagi íslenska varnarleiksins. Ólíkt leiknum gegn Hollandi, þar sem andstæðingurinn var mun meira með boltann, gekk Tékkum vel að skapa sér hættu við íslenska markið. En þó svo að það hafi legið mun meira á Íslandi í fyrri hálfleiknum náðu strákarnir að skapa sér stórhættulegt færi undir lok fyrri hálfleiks. Frábær undirbúningur Ara Freys og Birkis skapaði færið fyrir Kolbein en lúmskt skot hans lak rétt svo fram hjá markinu. Þrátt fyrir allt leit út fyrir að okkar menn myndu sleppa með 1-0 forystu inn í hálfleik. En það átti ekki að verða. Kári var dæmdur brotlegur rétt utan teigs og frábærlega vel útfærð aukaspyrna skilaði marki fyrir Kaderábek sem varð fyrstur til að koma boltanum fram hjá Hannesi Þór í undankeppninni. Hann hafði haldið markinu hreinu í 315 mínútur. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og enn og aftur herjuðu þeir á hægri vænginn í íslensku vörninni. Það bar árangur á 61. mínútu er fyrirgjöf Tékka fór af Jóni Daða og í mark Íslands. Einkar klaufalegt. Tékkarnir voru komnir á bragðið og héldu áfram að sækja stíft. Strákarnir voru þó næstum búnir að svara fyrir sig eftir markið er Gylfi Þór skaut í stöng en allt kom fyrir ekki. Tékkar tóku fótinn af bensíngjöfinni eftir því sem leið á leikinn og gerðu sitt skynsamlega. Þrátt fyrir dugnað og vilja okkar manna gekk illa að ógna marki Tékkanna sem virtust líklegri til að bæta við ef eitthvað var. Jóhann Berg komst þó nálægt því að skora seint í leiknum en Cech varði frá honum af stuttu færi. Eftir magnaða byrjun Íslands í undankeppni EM 2016 varð klaufalegt sjálfsmark strákunum að falli. Með smá heppni hefði leikurinn getað þróast á allt annan hátt hefði Kolbeinn skorað í stöðunni 1-0 en það verður þó ekki annað sagt en að sigur vel spilandi Tékka hafi verið fyllilega sanngjarn. Það var þó vitað að liðið færi sennilega aldrei taplaust í gegnum heila undankeppni og án þess að fá á sig mark þar að auki. Strákarnir geta þó mun betur en þeir sýndu í þessum leik og hafa gert svo oft áður. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Sorgleg mörk að fá á sig í jafn stórum leik Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:47 Rosicky: Jöfnunarmarkið vendipunkturinn Tomas Rosicky átti stórleik á miðjunni hjá Tékklandi í dag. 16. nóvember 2014 22:55 Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum. 16. nóvember 2014 22:05 Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins. 16. nóvember 2014 23:02 Grátlegt tap í Tékklandi | Myndir Strákunum okkar var komið niður á jörðina í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 23:44 Gylfi: Fórum aldrei almennilega í gang "Við viljum vera betri og skora fleiri mörk,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. 16. nóvember 2014 23:36 Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:19 Kolbeinn: Enginn að væla ef við nýtum færin Kolbeinn Sigþórsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins verði að líta í eigin barm. 16. nóvember 2014 23:11 Sjáðu fagnaðarlætin úr íslensku stúkunni | Myndband Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld beint fyrir framan stuðningsmenn íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:37 Lagerbäck: Ég á stóran þátt í tapinu Lars Lagerbäck segir að þjálfarar íslenska liðsins hefðu átt að undirbúa sína menn betur. 16. nóvember 2014 23:24 Heimir: Engin ró og miðjan komst aldrei inn í leikinn Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi fúslega að Tékkar voru betri í leik liðanna í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 22:14 Aron Einar: Erum enn í bullandi séns Aron Einar segir Ísland enn vera í bullandi séns að fara til Frakklands. 16. nóvember 2014 22:12 Kári: Þeir voru bara betri en við Miðvörðurinn svekktur eftir tapið gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 23:00 Ragnar: Verður einhvern tímann að tapa Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands, var hundfúll í leikslok, en Ragnar skoraði mark Íslands gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:13 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Eftir draumabyrjun strákanna okkar í undankeppni EM 2016 mættu þeir ofjörlum sínum í Plzen í Tékklandi í gær. Ragnar Sigurðsson kom Íslandi reyndar yfir snemma leiks en Pavel Kaderábek jafnaði metin fyrir heimamenn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Afar klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar í síðari hálfleik varð svo Íslandi að falli. Heilt yfir var sigur Tékka sanngjarn þó svo að Kolbeinn Sigþórsson hafi komist í gott færi skömmu eftir mark Ragnars og þá skaut Gylfi Þór Sigurðsson í stöng í síðari hálfleik. En Tékkar náðu að yfirspila Ísland á miðjunni og sköpuðu sér mun fleiri hættuleg færi. Sigur þeirra var verðskuldaður. Það var þó mögnuð stund er Ragnar skoraði fyrir Ísland strax á áttundu mínútu en þeir rúmlega 700 Íslendingar sem voru á vellinum trylltust. Það sló þögn á heimamenn. Tékkar létu þó ekki slá sig út af laginu og voru áfram sterkari aðilinn. Fyrir markið höfðu þeir skapað sér tvö góð færi og pressan hélt áfram eftir að Ragnar skoraði. Tékkar sóttu grimmt á Theodór Elmar en voru annars óhræddir við að þrýsta íslenska liðinu langt aftur að eigin marki. Tékkar voru kvikir, beittu stuttum sendingum og tókst oftar en ekki að riðla skipulagi íslenska varnarleiksins. Ólíkt leiknum gegn Hollandi, þar sem andstæðingurinn var mun meira með boltann, gekk Tékkum vel að skapa sér hættu við íslenska markið. En þó svo að það hafi legið mun meira á Íslandi í fyrri hálfleiknum náðu strákarnir að skapa sér stórhættulegt færi undir lok fyrri hálfleiks. Frábær undirbúningur Ara Freys og Birkis skapaði færið fyrir Kolbein en lúmskt skot hans lak rétt svo fram hjá markinu. Þrátt fyrir allt leit út fyrir að okkar menn myndu sleppa með 1-0 forystu inn í hálfleik. En það átti ekki að verða. Kári var dæmdur brotlegur rétt utan teigs og frábærlega vel útfærð aukaspyrna skilaði marki fyrir Kaderábek sem varð fyrstur til að koma boltanum fram hjá Hannesi Þór í undankeppninni. Hann hafði haldið markinu hreinu í 315 mínútur. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og enn og aftur herjuðu þeir á hægri vænginn í íslensku vörninni. Það bar árangur á 61. mínútu er fyrirgjöf Tékka fór af Jóni Daða og í mark Íslands. Einkar klaufalegt. Tékkarnir voru komnir á bragðið og héldu áfram að sækja stíft. Strákarnir voru þó næstum búnir að svara fyrir sig eftir markið er Gylfi Þór skaut í stöng en allt kom fyrir ekki. Tékkar tóku fótinn af bensíngjöfinni eftir því sem leið á leikinn og gerðu sitt skynsamlega. Þrátt fyrir dugnað og vilja okkar manna gekk illa að ógna marki Tékkanna sem virtust líklegri til að bæta við ef eitthvað var. Jóhann Berg komst þó nálægt því að skora seint í leiknum en Cech varði frá honum af stuttu færi. Eftir magnaða byrjun Íslands í undankeppni EM 2016 varð klaufalegt sjálfsmark strákunum að falli. Með smá heppni hefði leikurinn getað þróast á allt annan hátt hefði Kolbeinn skorað í stöðunni 1-0 en það verður þó ekki annað sagt en að sigur vel spilandi Tékka hafi verið fyllilega sanngjarn. Það var þó vitað að liðið færi sennilega aldrei taplaust í gegnum heila undankeppni og án þess að fá á sig mark þar að auki. Strákarnir geta þó mun betur en þeir sýndu í þessum leik og hafa gert svo oft áður.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Sorgleg mörk að fá á sig í jafn stórum leik Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:47 Rosicky: Jöfnunarmarkið vendipunkturinn Tomas Rosicky átti stórleik á miðjunni hjá Tékklandi í dag. 16. nóvember 2014 22:55 Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum. 16. nóvember 2014 22:05 Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins. 16. nóvember 2014 23:02 Grátlegt tap í Tékklandi | Myndir Strákunum okkar var komið niður á jörðina í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 23:44 Gylfi: Fórum aldrei almennilega í gang "Við viljum vera betri og skora fleiri mörk,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. 16. nóvember 2014 23:36 Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:19 Kolbeinn: Enginn að væla ef við nýtum færin Kolbeinn Sigþórsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins verði að líta í eigin barm. 16. nóvember 2014 23:11 Sjáðu fagnaðarlætin úr íslensku stúkunni | Myndband Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld beint fyrir framan stuðningsmenn íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:37 Lagerbäck: Ég á stóran þátt í tapinu Lars Lagerbäck segir að þjálfarar íslenska liðsins hefðu átt að undirbúa sína menn betur. 16. nóvember 2014 23:24 Heimir: Engin ró og miðjan komst aldrei inn í leikinn Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi fúslega að Tékkar voru betri í leik liðanna í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 22:14 Aron Einar: Erum enn í bullandi séns Aron Einar segir Ísland enn vera í bullandi séns að fara til Frakklands. 16. nóvember 2014 22:12 Kári: Þeir voru bara betri en við Miðvörðurinn svekktur eftir tapið gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 23:00 Ragnar: Verður einhvern tímann að tapa Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands, var hundfúll í leikslok, en Ragnar skoraði mark Íslands gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:13 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Hannes: Sorgleg mörk að fá á sig í jafn stórum leik Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:47
Rosicky: Jöfnunarmarkið vendipunkturinn Tomas Rosicky átti stórleik á miðjunni hjá Tékklandi í dag. 16. nóvember 2014 22:55
Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum. 16. nóvember 2014 22:05
Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins. 16. nóvember 2014 23:02
Grátlegt tap í Tékklandi | Myndir Strákunum okkar var komið niður á jörðina í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 23:44
Gylfi: Fórum aldrei almennilega í gang "Við viljum vera betri og skora fleiri mörk,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. 16. nóvember 2014 23:36
Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:19
Kolbeinn: Enginn að væla ef við nýtum færin Kolbeinn Sigþórsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins verði að líta í eigin barm. 16. nóvember 2014 23:11
Sjáðu fagnaðarlætin úr íslensku stúkunni | Myndband Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld beint fyrir framan stuðningsmenn íslenska landsliðsins. 16. nóvember 2014 23:37
Lagerbäck: Ég á stóran þátt í tapinu Lars Lagerbäck segir að þjálfarar íslenska liðsins hefðu átt að undirbúa sína menn betur. 16. nóvember 2014 23:24
Heimir: Engin ró og miðjan komst aldrei inn í leikinn Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi fúslega að Tékkar voru betri í leik liðanna í Plzen í kvöld. 16. nóvember 2014 22:14
Aron Einar: Erum enn í bullandi séns Aron Einar segir Ísland enn vera í bullandi séns að fara til Frakklands. 16. nóvember 2014 22:12
Kári: Þeir voru bara betri en við Miðvörðurinn svekktur eftir tapið gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 23:00
Ragnar: Verður einhvern tímann að tapa Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands, var hundfúll í leikslok, en Ragnar skoraði mark Íslands gegn Tékklandi í kvöld. 16. nóvember 2014 22:13
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn