Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum.
Eygló Ósk tvíbætti metið sitt í 100 metra baksundi en hún setti einnig met í 200 metra baksundi (2:04.78 mínútur; bætti metið um rétt tæpar tvær sekúndur), 100 metra fjórsundi (1:01.59 mínútur), 200 metra fjórsundi (2:13.10 mínútur) og 50 metra baksundi (27.45 sekúndur). Eygló Ósk hjálpaði einnig blandaðri sveit ÍBR að setja nýtt met í 4 x 50 metra skriðsundsboðsundi.
Eygló Ósk átti fjögur af sex metunum sjálf en hún bætti met Ragnheiðar Ragnarsdóttur í 100 metra fjórsundi og jafnaði met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur í 50 metra baksundi.
Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti





Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn

Fleiri fréttir
