Tónlist

Krummi barði húðirnar fyrir Reykjavík!

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Krummi Björgvinsson
Krummi Björgvinsson Vísir/Vilhelm
Hljómsveitin Reykjavík! spilaði í fyrsta skipti í tvö ár á Húrra á föstudagskvöld. Tilefnið var sextugsafmæli meistarakokksins Magnúsar Haukssonar sem rekur Tjöruhúsið á Ísafirði en Magnús er faðir Hauks S. Magnússonar, gítarleikara sveitarinnar.

Kristján Freyr Halldórsson, trommari sveitarinnar, komst ekki í þetta sinn en strákarnir fengu Krumma Björgvinsson til liðs við sig á örskömmum tíma í staðinn.

„Á föstudeginum hringdum við í Krumma og spurðum hvort hann vildi spila um miðnætti. Hann sagði auðvitað „Já maður!“ og síðan spiluðum við um kvöldið. Við höfum engu gleymt,“ segir Haukur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×