Alfreð: Moyes örugglega góður kostur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“- EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær. „Ég veit ekkert meira um málið,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins í Brussel í gær en seint í gærkvöldi var það svo staðfest að Moyes myndi taka við liðinu, líkt og lesa má um hér. „Ég veit bara að það voru viðræður við þjálfara í gangi um helgina en ég var ekki búinn að heyra neitt staðfest.“ Enskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Moyes myndi ekki taka við liðinu en það átti enn eftir að fá það staðfest. „Ég held að það sé best að tjá mig sem minnst um mögulega þjálfara,“ sagði Alfreð spurður um Moyes. „En hann hefur þjálfað hjá góðum liðum og væri örugglega góður kostur.“ Real Sociedad vann afar óvæntan sigur á Spánarmeisturum Atletico Madrid í gær, 2-1, en Alfreð kom þó ekkert við sögu. Það var aðeins annar sigur liðsins en hinn kom gegn Evrópumeisturum Real Madrid. „Það er mjög undarlegt að vinna Real og Atletico en tapa fyrir liðum sem eru nýkomin upp. Okkur hefur gengið illa að stjórna leikjum og sóknarleikurinn hefur ekki verið góður,“ segir Alfreð og bætti við að sigurinn í gær, sem lyfti Real Sociedad úr fallsæti, hafi létt á pressunni á liðinu. Hann hafi einnig sýnt að líklega var þjálfaraskiptanna þörf. „Þetta kveikti aðeins í hópnum í gær en tíminn verður að leiða í ljós hvort þetta hafi verið rétt ákvörðun,“ segir Alfreð sem hefur ekki áhyggjur af því að hann hafi lítið fengið að spila í upphafi tímabilsins. „Ég vil auðvitað spila sem mest en þetta er mitt fyrsta tímabil og bara rétt að byrja. Ég hef því ekki áhyggjur – ég mun fá mín tækifæri og þá vil ég sýna og sanna að ég eigi heima í byrjunarliðinu.“-
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn