Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.
Kári varð fyrir því að bráka bein í tá og missti hann af leik liðsins gegn Sheffield Wednesday um helgina. „Það er víst laust bein í fætinum en læknirinn gaf mér grænt ljós á þetta og sagði að svo lengi sem ég fyndi ekki fyrir sársauka ætti þetta að vera í lagi,“ sagði Kári í samtali við Fréttablaðið á æfingu íslenska landsliðsins á Heysel-leikvanginum í Brussel.
„Ég held að ég verði tilbúinn á morgun [í dag]. Ég hljóp aðeins áðan og þetta lítur vel út,“ segir Kári sem ákvað þó í samráði við læknana að taka ekki þátt í leiknum gegn Belgíu.
„Okkur þótti best að taka enga áhættu, en ég kem þá frískur þess í stað inn í leikinn gegn Tékklandi.“
Kári fékk einnig skurð fyrir ofan vinstra augað í sama leik og hann varð fyrir áðurnefndum meiðslum.
„Já, ég var líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik,“ sagði hann í léttum dúr. Emil Hallfreðsson og Sölvi Geir Ottesen hvíldu báðir á æfingunni í gær en verða þó að öllum líkindum leikfærir á morgun.
Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
