Er sýndarveruleiki framtíð tölvuleikja, aftur? Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2014 11:00 Sýndarveruleiki er gífurlega vinsæll meðal áhugamanna sem keppast um að prófa tækin á tæknisýningum víða um heim. Vísir/AFP Möguleikar sýndarveruleika hafa lengi verið taldir nærri því endalausir. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa fjallað um þróun og áhrif hans á mannkynið. Marga dreymir um að ganga um fjarlæga og jafnvel ímyndaða staði í stofunni sinni. Að stýra geimskipum og að berjast við vonda karla og skrímsli. Þróun sýndarveruleika virðist nú stefna í þessa átt, en það hefur hún svo sem gert áður. Ekki í fyrsta sinn Fyrsta sýndarveruleikafyrirtækið var stofnað árið 1985 og innan nokkurra ára hafði það þróað sýndarveruleikabúnað og hanska sem nota átti í tölvuleikjum. Árið 1991 tilkynnti Sega um sams konar búnað fyrir leiki sína og fyrirtækið Virtuality setti búnað sinn á markað. Árið 1992 var almenningur orðinn spenntur fyrir sýndarveruleika og fjallað var um hann í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Búnaðurinn náði hins vegar aldrei mikilli útbreiðslu. Hann þótti of dýr og stóðst ekki væntingar neytenda. Sýndarveruleiki var svo gott sem horfinn úr minni fólks í lok ársins 1995. Síðan þá hefur þó margt breyst.Sýndarveruleiki í daglegt líf Árið 2011 þróaði Palmer Luckey, þá átján ára gamall, fyrstu útgáfu af Oculus-sýndarveruleikabúnaði sínum í bílskúr foreldra sinna. Fljótlega fóru fjárfestar að sýna vinnu hans áhuga og fyrirtæki hans stækkaði hratt. Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, var margorður um möguleika sýndarveruleika og að hann vildi færa hann inn í daglegt líf fólks. Með Oculus væri hægt að horfa á íþróttaleiki eins og þú sætir á hliðarlínunni, sækja skóla úr stofunni eða fara til læknis með því að setja upp gleraugun. „Sýndarveruleiki var eitt sinn draumur vísindaskáldskapar. Það var internetið einu sinni einnig og tölvur og snjallsímar,“ segir Zuckerberg.Fjölmörg fyrirtæki þróa nú tölvuleiki af öllum gerðum sem hannaðir eru fyrir sýndarveruleika.Vísir/AFPSlegist um toppinn Tvö fyrirtæki standa nú fremst af öllum í þróun sýndarveruleika; Oculus með búnað sinn Oculus Rift og Sony með Project Morpheus. Framkvæmdastjóri Oculus varaði Sony á ráðstefnu í Dublin nýverið við því að setja sýndarveruleikabúnað sinn á markað áður en fyrirtækið væri tilbúið að fullu. Ljóst er að þróun sýndarveruleika er hraðari nú en hún var á tíunda áratuginum og sannkallaðir tæknirisar hafa sett gífurlega fjármuni í þróun sýndarveruleika á undanförnum árum. Samhliða frekari þróun internetsins og hraðari tengingum eru möguleikar sýndarveruleika nánast ótakmarkaðir. Margir hverjir líta á það sem tímaspursmál hvenær sýndarveruleiki verður hluti af okkar daglega lífi. Hins vegar er mögulegt að þið munið lesa sambærilega grein eftir önnur tuttugu ár um það hvernig sýndarveruleiki muni breyta daglegu lífi ykkar á næstu árum. Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Möguleikar sýndarveruleika hafa lengi verið taldir nærri því endalausir. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa fjallað um þróun og áhrif hans á mannkynið. Marga dreymir um að ganga um fjarlæga og jafnvel ímyndaða staði í stofunni sinni. Að stýra geimskipum og að berjast við vonda karla og skrímsli. Þróun sýndarveruleika virðist nú stefna í þessa átt, en það hefur hún svo sem gert áður. Ekki í fyrsta sinn Fyrsta sýndarveruleikafyrirtækið var stofnað árið 1985 og innan nokkurra ára hafði það þróað sýndarveruleikabúnað og hanska sem nota átti í tölvuleikjum. Árið 1991 tilkynnti Sega um sams konar búnað fyrir leiki sína og fyrirtækið Virtuality setti búnað sinn á markað. Árið 1992 var almenningur orðinn spenntur fyrir sýndarveruleika og fjallað var um hann í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Búnaðurinn náði hins vegar aldrei mikilli útbreiðslu. Hann þótti of dýr og stóðst ekki væntingar neytenda. Sýndarveruleiki var svo gott sem horfinn úr minni fólks í lok ársins 1995. Síðan þá hefur þó margt breyst.Sýndarveruleiki í daglegt líf Árið 2011 þróaði Palmer Luckey, þá átján ára gamall, fyrstu útgáfu af Oculus-sýndarveruleikabúnaði sínum í bílskúr foreldra sinna. Fljótlega fóru fjárfestar að sýna vinnu hans áhuga og fyrirtæki hans stækkaði hratt. Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, var margorður um möguleika sýndarveruleika og að hann vildi færa hann inn í daglegt líf fólks. Með Oculus væri hægt að horfa á íþróttaleiki eins og þú sætir á hliðarlínunni, sækja skóla úr stofunni eða fara til læknis með því að setja upp gleraugun. „Sýndarveruleiki var eitt sinn draumur vísindaskáldskapar. Það var internetið einu sinni einnig og tölvur og snjallsímar,“ segir Zuckerberg.Fjölmörg fyrirtæki þróa nú tölvuleiki af öllum gerðum sem hannaðir eru fyrir sýndarveruleika.Vísir/AFPSlegist um toppinn Tvö fyrirtæki standa nú fremst af öllum í þróun sýndarveruleika; Oculus með búnað sinn Oculus Rift og Sony með Project Morpheus. Framkvæmdastjóri Oculus varaði Sony á ráðstefnu í Dublin nýverið við því að setja sýndarveruleikabúnað sinn á markað áður en fyrirtækið væri tilbúið að fullu. Ljóst er að þróun sýndarveruleika er hraðari nú en hún var á tíunda áratuginum og sannkallaðir tæknirisar hafa sett gífurlega fjármuni í þróun sýndarveruleika á undanförnum árum. Samhliða frekari þróun internetsins og hraðari tengingum eru möguleikar sýndarveruleika nánast ótakmarkaðir. Margir hverjir líta á það sem tímaspursmál hvenær sýndarveruleiki verður hluti af okkar daglega lífi. Hins vegar er mögulegt að þið munið lesa sambærilega grein eftir önnur tuttugu ár um það hvernig sýndarveruleiki muni breyta daglegu lífi ykkar á næstu árum.
Leikjavísir Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira