Bráðhollt og bragðgott rauðrófusalat 7. nóvember 2014 14:00 heilsugengið réttur Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum. Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið
Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum.
Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið