Nú þegar 47 dagar eru til jóla eru fyrstu jólalög Létt Bylgjunnar farin að hljóma á stöðinni. Mörg undanfarin ár hefur Létt Bylgjan verið fyrst útvarpsstöðva til að spila jólalögin og árið í ár er engin undantekning.
„Það eru þó nokkrar vikur frá því að okkur fór að berast tölvupóstur og skilaboð í gegnum Facebook-síðu Létt Bylgjunnar þar sem fólk var að spyrja hvenær jólalögin færu í loftið,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, dagskrárgerðarmaður á Létt Bylgjunni.
„Okkur fannst réttur tími að gera það í dag enda margar verslanir og sum heimili farin að skreyta fyrir jólin."
Hægt er að hlusta á LéttBylguna hér í vefspilara Vísis.
Jólalögin í spilun í dag
Freyr Bjarnason skrifar
