Geymdi lopapeysuna frá Agli Skúla í 36 ár Þórður Ingi Jónsson skrifar 6. nóvember 2014 13:30 Hugh Cornwell spilaði hér árið 1978 þegar pönk var nýyrði. „Það er ekki mjög indælt veður hérna í Bretlandi,“ segir Hugh Cornwell, best þekktur sem fyrrverandi leiðtogi pönksveitarinnar The Stranglers. Hann mun troða upp á Gamla Gauknum 13. desember. „Það er mjög grátt og kalt en þetta undirbýr mig vel fyrir Ísland.“ Cornwell hætti í The Stranglers í byrjun tíunda áratugsins en hann var einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. Stranglers spiluðu á Íslandi árið 1978 og höfðu gríðarleg áhrif á íslenska tónlist, enda var hugtakið „pönk“ algjört nýyrði á þessum tíma. „Þetta voru ótrúlegir tónleikar en það var ansi stór prósenta af íbúum eyjunnar á þessum tónleikum, eitt eða þrjú prósent,“ segir Cornwell. „Þetta voru alveg ógleymanlegir tónleikar. Allir trylltust og ég skemmti mér mætavel.“ Að sögn Cornwells fékk hann lopapeysu að gjöf frá þáverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergssyni. „Ég á hana ennþá þó hún sé smá götótt. Þetta er eins og listaverk og hefur haldið á mér hita í mjög langan tíma. Kannski get ég hitt nýja borgarstjórann í þetta skiptið,“ segir Cornwell í léttum dúr. Á tónleikunum mun Cornwell og sveit hans spila lög af nýrri plötu hans, Totem and Taboo, í bland við eldra sólóefni og Stranglers-lög. Hann segist ekki fá leið á því að spila gömlu lögin þar sem hann hafi viljandi sleppt því að nota hljómborð, sem var eitt af sérkennum Stranglers. „Við þurfum að vera frumlegir og spila hljómborðsstefin á önnur hljóðfæri, þannig að við erum að blása nýju lífi í þessi gömlu lög.“ Cornwell vann nýju plötuna með Steve Albini, einum virtasta upptökustjóra tónlistarheimsins. „Hann er ótrúlegur og það var sönn ánægja að vinna með honum. Mér var sagt í byrjun að það væri erfitt að vinna með honum en ég skil bara alls ekki hvað var verið að tala um. Hann var herramaður, mjög skemmtilegur og skilningsríkur. Hann vann mjög hratt en við gerðum plötuna á tíu dögum. Hann var líka ánægður því að við vissum hvað við vildum gera og það þýddi að hann þyrfti ekki að taka mikið af ákvörðunum,“ segir Cornwell. „Hann er góður í að láta allt hljóma rétt, í því felst snilligáfa hans.“ Cornwell vinnur nú að sinni þriðju skáldsögu ásamt því að gera stuttmyndir upp úr hverju og einu lagi á Totem and Taboo. „Ég fattaði að enginn annar hafði gert þetta, að ég held, þannig að ég er að framleiða stuttmynd samhliða hverju og einu lagi á plötunni.“Stranglers á Keflavíkurflugvelli árið 1978.Af Timarit.isKyrkjararnir gömluThe Stranglers voru ein vinsælasta hljómsveitin sem kom út úr bresku pönksenunni. Þó að pönkstimpillinn hafi alltaf fylgt sveitinni hefur hún spilað margar mismunandi stefnur svo sem nýbylgju, lista- og gotarokk og fágað popp. Fræg lög með The Stranglers eru til dæmis Golden Brown, Peaches, No More Heroes og Walk On By, sem hefur verið kallað eitt besta koverlag allra tíma. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er ekki mjög indælt veður hérna í Bretlandi,“ segir Hugh Cornwell, best þekktur sem fyrrverandi leiðtogi pönksveitarinnar The Stranglers. Hann mun troða upp á Gamla Gauknum 13. desember. „Það er mjög grátt og kalt en þetta undirbýr mig vel fyrir Ísland.“ Cornwell hætti í The Stranglers í byrjun tíunda áratugsins en hann var einn af upprunalegum meðlimum sveitarinnar. Stranglers spiluðu á Íslandi árið 1978 og höfðu gríðarleg áhrif á íslenska tónlist, enda var hugtakið „pönk“ algjört nýyrði á þessum tíma. „Þetta voru ótrúlegir tónleikar en það var ansi stór prósenta af íbúum eyjunnar á þessum tónleikum, eitt eða þrjú prósent,“ segir Cornwell. „Þetta voru alveg ógleymanlegir tónleikar. Allir trylltust og ég skemmti mér mætavel.“ Að sögn Cornwells fékk hann lopapeysu að gjöf frá þáverandi borgarstjóra, Agli Skúla Ingibergssyni. „Ég á hana ennþá þó hún sé smá götótt. Þetta er eins og listaverk og hefur haldið á mér hita í mjög langan tíma. Kannski get ég hitt nýja borgarstjórann í þetta skiptið,“ segir Cornwell í léttum dúr. Á tónleikunum mun Cornwell og sveit hans spila lög af nýrri plötu hans, Totem and Taboo, í bland við eldra sólóefni og Stranglers-lög. Hann segist ekki fá leið á því að spila gömlu lögin þar sem hann hafi viljandi sleppt því að nota hljómborð, sem var eitt af sérkennum Stranglers. „Við þurfum að vera frumlegir og spila hljómborðsstefin á önnur hljóðfæri, þannig að við erum að blása nýju lífi í þessi gömlu lög.“ Cornwell vann nýju plötuna með Steve Albini, einum virtasta upptökustjóra tónlistarheimsins. „Hann er ótrúlegur og það var sönn ánægja að vinna með honum. Mér var sagt í byrjun að það væri erfitt að vinna með honum en ég skil bara alls ekki hvað var verið að tala um. Hann var herramaður, mjög skemmtilegur og skilningsríkur. Hann vann mjög hratt en við gerðum plötuna á tíu dögum. Hann var líka ánægður því að við vissum hvað við vildum gera og það þýddi að hann þyrfti ekki að taka mikið af ákvörðunum,“ segir Cornwell. „Hann er góður í að láta allt hljóma rétt, í því felst snilligáfa hans.“ Cornwell vinnur nú að sinni þriðju skáldsögu ásamt því að gera stuttmyndir upp úr hverju og einu lagi á Totem and Taboo. „Ég fattaði að enginn annar hafði gert þetta, að ég held, þannig að ég er að framleiða stuttmynd samhliða hverju og einu lagi á plötunni.“Stranglers á Keflavíkurflugvelli árið 1978.Af Timarit.isKyrkjararnir gömluThe Stranglers voru ein vinsælasta hljómsveitin sem kom út úr bresku pönksenunni. Þó að pönkstimpillinn hafi alltaf fylgt sveitinni hefur hún spilað margar mismunandi stefnur svo sem nýbylgju, lista- og gotarokk og fágað popp. Fræg lög með The Stranglers eru til dæmis Golden Brown, Peaches, No More Heroes og Walk On By, sem hefur verið kallað eitt besta koverlag allra tíma.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira