Pylsuvagninn Bæjarins bestu í Tryggvagötu tekur í fyrsta sinn þátt í utandagskrárviðburðum Iceland Airwaves-hátíðarinnar.
Tónleikar verða í dag, föstudag og laugardag við pylsuvagninn og hefjast alla dagana klukkan 16. Meðal tónlistarmanna sem koma fram fyrir utan Skúla sjálfan eru The Anatomy of Frank, Karlakórinn Esja og Hildur Evalía sem er einnig pylsusali, svo einhverjir séu nefndir.
Nánari upplýsingar um tónleikana er að finna hér.