Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 10:00 Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble. Airwaves Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira
Iceland Airwaves-tónleikahátíðin gekk í garð í dag og verður því mikið um að vera í bænum. Passar á hátíðina seldust upp í byrjun október en tónlistaráhugamenn sem nældu sér ekki í passa í tæka tíð þurfa ekki að örvænta þar sem hægt verður að sjá 675 „off-venue“-tónleika víðs vegar um borgina, þar sem ekkert kostar inn. (Þess skal þó getið að hægt verður að kaupa miða á lokatónleika hátíðarinnar með Flaming Lips og War on Drugs í takmörkuðu upplagi.) Fréttablaðið tók saman nokkra áhugaverða off-venue-viðburði fyrir þá sem voru svo óheppnir að missa af miðum.Berndsen á góðri stund.Fréttablaðið/MagnúsSýningin Horfðu í ljósið: Augnablik frá Iceland Airwaves verður opin á Kexi Hosteli yfir hátíðina. Sýningin samanstendur af ljósmyndum af mögnuðum Airwaves-augnablikum eftir helstu tónleikaljósmyndara Reykjavíkur. Reikna má með því að einhverjir Airwaves-gestir geti fundið myndir af sjálfum sér í góðu stuði og nokkrum árum yngri á veggjum Kexins.Jaakko Eino Kalevi.Nordic Playlist er vinsæl síða sem fær fræga norræna tónlistarmenn til að gera lagalista með skandinavískri tónlist. Frá föstudegi til sunnudags verður síðan með sérstakan „pop-up“-bar að Laugavegi 91. Þar verður meðal annars hægt að sjá tónlistarmennina Jakko Eino Kalevi frá Finnlandi, Kasper Björke frá Danmörku og sveitina BYRTA frá Færeyjum.Mugison.Fréttablaðið/HaraldurÚtvarpsstöðin KEXP frá Seattle í Bandaríkjunum verður með beina útsendingu og tónleika á Kexi Hosteli frá miðvikudegi til laugardags. Útvarpsstöðin hefur sýnt hátíðinni mikinn áhuga undanfarin ár. Í dag, miðvikudag, verður hægt að sjá Kiasmos, Sóleyju, Uni Stefson, Oyama og Mugison troða upp, annaðhvort á Kexinu eða í beinni útsendingu á KEXP.Kælan MiklaFréttablaðið/ValliHópurinn Stelpur rokka! sem hefur haldið úti rokksumarbúðum fyrir stelpur verður með sérstaka off-venue tónleika á Lofti Hosteli á fimmtudaginn. Þar koma fram Kælan mikla, Rachel Sermanni frá Skotlandi, Adda, Margrét Arnar og Boogie Trouble.
Airwaves Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Sjá meira