Stattu með þér Borghildur Sverrisdóttir skrifar 3. nóvember 2014 09:00 visir/getty Það er stundum sagt að það skipti ekki máli hvað okkur finnst um okkur sjálf, við höfum rétt fyrir okkur hvað sem okkur finnst. Það þýðir að það sem við segjum um okkur sjálf og við okkur sjálf er okkar sannleikur. Þessi „sannleikur“ hefur þó meiri áhrif á eigin líðan en flestir gera sér grein fyrir. Líkurnar á að okkur takist ætlunarverk okkar verða töluvert meiri, ef við teljum okkur trú um að þetta muni takast, heldur en ef við drögum það í efa. Þetta vita margir, en samt eigum við það mörg til að tala okkur niður og einblína á mistök og minnast þeirra oftar en sigranna. Hugtakið self-compassion á vel við í þessu samhengi, en það er hægt að þýða sem samkennd í eigin garð eða sjálfsvinsemd. Sjálfsvinsemd snýst um viðhorf til okkar sjálfra en rannsóknir á hugtakinu hafa sýnt að aukin sjálfsvinsemd getur dregið úr geðrænum sjúkdómum eins og vægum kvíða og þunglyndi og haft jákvæð áhrif á andlega eiginleika fólks eins og hamingju þess, bjartsýni og áhuga.Hugtakið sjálfsvinsemd samanstendur af þremur meginþáttum, en þeir eru:1. Velvild í eigin garð, sem snýst um að sýna sjálfum sér þolinmæði, hvatningu og skilning þegar maður gengur í gegnum mótlæti eða tekst á við erfiðar breytingar, líkt og maður sýnir góðum vini. Með því að sætta sig við mistök og tilfinningalega erfiðleika sem hluta af lífinu getum við eflt með okkur velvild í eigin garð og upplifað meira tilfinningalegt jafnvægi.2. Að leyfa sér að vera mannlegur eða manneskja sem er berskjölduð, breysk og ófullkomin. Að vita að þjáningar og mistök koma ekki bara fyrir hjá okkur einum, heldur öllum öðrum og að dæma ekki mannlega lesti sína eða nota þá sem afsökun heldur taka ábyrgð á lífi sínu með uppbyggjandi hætti.3. Núvitund sem byggist á fordómalausu, opnu og jákvæðu hugarástandi á líðandi stundu. Núvitund þýðir að maður skoðar hugsanir og tilfinningar sínar án þess að dæma, bæla þær niður, ýkja eða afneita. Það er því sannarlega tilefni til að skoða eigin viðhorf gagnvart sjálfum sér og velta því fyrir sér hvort þau geti dregið úr eða aukið eigin hamingju og bætt þar með heilsu. Hér er að finna Facebook síðu bókarinnar Hamingjan eflir heilsunaKær kveðja, Borghildur Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er stundum sagt að það skipti ekki máli hvað okkur finnst um okkur sjálf, við höfum rétt fyrir okkur hvað sem okkur finnst. Það þýðir að það sem við segjum um okkur sjálf og við okkur sjálf er okkar sannleikur. Þessi „sannleikur“ hefur þó meiri áhrif á eigin líðan en flestir gera sér grein fyrir. Líkurnar á að okkur takist ætlunarverk okkar verða töluvert meiri, ef við teljum okkur trú um að þetta muni takast, heldur en ef við drögum það í efa. Þetta vita margir, en samt eigum við það mörg til að tala okkur niður og einblína á mistök og minnast þeirra oftar en sigranna. Hugtakið self-compassion á vel við í þessu samhengi, en það er hægt að þýða sem samkennd í eigin garð eða sjálfsvinsemd. Sjálfsvinsemd snýst um viðhorf til okkar sjálfra en rannsóknir á hugtakinu hafa sýnt að aukin sjálfsvinsemd getur dregið úr geðrænum sjúkdómum eins og vægum kvíða og þunglyndi og haft jákvæð áhrif á andlega eiginleika fólks eins og hamingju þess, bjartsýni og áhuga.Hugtakið sjálfsvinsemd samanstendur af þremur meginþáttum, en þeir eru:1. Velvild í eigin garð, sem snýst um að sýna sjálfum sér þolinmæði, hvatningu og skilning þegar maður gengur í gegnum mótlæti eða tekst á við erfiðar breytingar, líkt og maður sýnir góðum vini. Með því að sætta sig við mistök og tilfinningalega erfiðleika sem hluta af lífinu getum við eflt með okkur velvild í eigin garð og upplifað meira tilfinningalegt jafnvægi.2. Að leyfa sér að vera mannlegur eða manneskja sem er berskjölduð, breysk og ófullkomin. Að vita að þjáningar og mistök koma ekki bara fyrir hjá okkur einum, heldur öllum öðrum og að dæma ekki mannlega lesti sína eða nota þá sem afsökun heldur taka ábyrgð á lífi sínu með uppbyggjandi hætti.3. Núvitund sem byggist á fordómalausu, opnu og jákvæðu hugarástandi á líðandi stundu. Núvitund þýðir að maður skoðar hugsanir og tilfinningar sínar án þess að dæma, bæla þær niður, ýkja eða afneita. Það er því sannarlega tilefni til að skoða eigin viðhorf gagnvart sjálfum sér og velta því fyrir sér hvort þau geti dregið úr eða aukið eigin hamingju og bætt þar með heilsu. Hér er að finna Facebook síðu bókarinnar Hamingjan eflir heilsunaKær kveðja, Borghildur
Heilsa Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira