Tískuhönnuðurinn Oscar de la Renta lést á mánudagskvöld, 82 ára að aldri.
Hann átti að baki farsælan feril og hefur hönnun hans verið vinsæl hjá stjörnunum á rauða dreglinum.
Hér að ofan má sjá nokkra af þekktustu kjólum de la Renta; Sarah Jessica Parker í einum glæsilegasta kjól de la Renta á Met Gala 2014, Anne Hathaway á Óskarnum 2011, Cameron Diaz á Óskarnum 2010, Jennifer Lawrence á Screen Actors Guild Awards 2011, Jessica Alba á Golden Globe 2013, Amy Adams í einum glæsilegasta kjól de la Renta á Óskarnum 2013, Emma Watson á frumsýningu Noah í New York 2014 og Taylor Swift í sérsaumuðum kjól á Met Gala 2014.
