Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2014 07:00 Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að hefja skimun á ristil- og endaþarmskrabbameini sem fyrst. Sýnt hefur verið fram á að slík skimun lækkar dánartíðni hjá körlum um 73 prósent og hjá konum um 82 prósent. Krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið hjá Íslendingum og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Að meðaltali greinast um 130 einstaklingar með krabbamein í ristli og endaþarmi á hverju ári og 52 deyja úr sjúkdóminum árlega. Ekki er vitað hvers vegna tíðni ristilkrabbameins hefur aukist svona hratt sem raun ber vitni.Eitt algengasta krabbameinið Nýgengi sjúkdómsins fer vaxandi samkvæmt nýlegri spá um nýgengi krabbameina á Norðurlöndum til 2020. Hér á landi er spáð fjölgun greindra tilvika um 85% hjá körlum en um 70% hjá konum. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið í Evrópu skv. nýlegum upplýsingum frá WHO Globocan, en það er hærra nýgengi en nýgengi lungakrabbameins. Áhættuþættir þessa sjúkdóms eru vel þekktir en þeir vega ekki allir jafn þungt. Flest krabbameinanna greinast hjá einstaklingum sem eru komnir yfir fimmtugt. Margir þeirra eru engu að síður á besta aldri þegar áfallið kemur. Árlega greinast um 50 einstaklingar með sjúkdóminn á aldrinum 45-65 ára.Skimun er hagkvæm forvörn Í mörg ár var deilt vel og lengi um réttmæti skimunar (kembileitar) og markvissra forvarna gegn krabbameini í ristli og endaþarmi. Ítarlegar og vandaðar rannsóknir hafa nú verið gerðar og niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til að með skipulagðri skimun fyrir ristilkrabbameini megi fækka dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms um 15% til 40%. Jafnframt hefur verið sýnt fram á að leit að þessu krabbameini er hagkvæm forvarnaríhlutun. Þessum sömu aðferðum beita heilbrigðisyfirvöld víða í vaxandi mæli þegar teknar eru ákvarðanir um forgangsröðun í heilbrigðismálum.Kostnaður sem borgar sig Árlega kostar tæpan einn og hálfan milljarð að greina og meðhöndla þá rúmlega hundrað og þrjátíu einstaklinga sem greinast með ristilkrabbamein. Þá er ótalinn sá kostnaður sem til fellur vegna vinnutaps, minni þjóðfélagslegrar framleiðni einstaklinga og afleiður þess fyrir þjóðfélagið. Árlegur kostnaður við skimun hjá skilgreindum aldurshópum hér á Íslandi hefur verið áætlaður um 100 milljónir króna.Áríðandi að hefjast handa Eins og fyrr segir þá samþykkti Alþingi þingsályktun árið 2007 um að hefja skimun og þáverandi heilbrigðisráðherra var falið að undirbúa skimun. Áformað var að hefja skimun í ársbyrjun 2009. Ekki varð úr því en nú vinnur heilbrigðisráðherra að gerð krabbameinsáætlunar. Í raun erum við í sömu sporum hvað þetta varðar og fyrir 30 árum. Það er gríðarlega mikilvægt að ráðist sé í þetta verkefni án tafar. Kallað hefur verið eftir skimun fyrir ristilkrabbameini í áratug. Alþingi hefur ályktað um málið og sýnt hefur verið fram á kostnaðarhagræði auk þess sem hægt verður að bjarga mannslífum og lækka dánartíðni af völdum þessa illvíga sjúkdóms.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun