Finn ekki fyrir löppunum og held fyrir andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2014 07:00 Íslenska kvennalandsliðið sést hér í dansinum á fimmtudagskvöldið. vísir/Valli Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag. Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira
Íris Mist Magnúsdóttir hefur tvisvar orðið Evrópumeistari með íslenska liðinu en núna fylgist hún bara með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. Íslenska liðið náði öðrum besta árangri í undankeppninni og keppir til úrslita í nýju „Fimleikahöllinni“ í Laugardalnum í dag. Íris er á fullu að vinna í kringum mótið og fylgdist að sjálfsögðu með undanúrslitakvöldinu. „Þær voru rosalega flottar og sannfærandi. Það voru þarna smá hnökrar sem er gott því það er gott að hafa eitthvað sem hægt er að laga fyrir úrslitin. Það heldur líka stressinu frá þegar maður getur verið að hugsa um einhverja lykilpunkta,“ sagði Íris Mist. Hún telur að keppnin um gullið verði á milli Íslands og Svíþjóðar. „Þær voru mjög nálægt Svíunum þannig að þetta verður svakalega spennandi keppni á morgun (í dag). Þetta snýst um hvort liðið tekur réttar ákvarðanir um stökk og hverju þær ætla að tefla fram á mótsdag,“ segir Íris Mist. „Mótið í gær skipti engu máli því þær voru alltaf að fara að komast í úrslit. Þær byrja á núlli á laugardaginn (í dag) og þetta var því góð æfing fyrir þær að vera inni í salnum, að vera með áhorfendum, prófa stökkin og allt svoleiðis í þessari adrenalínsupplifun. Það er ekkert gott við að eiga fullkominn dag í undankeppninni því þá getur fólk kannski orðið of rólegt,“ segir Íris Mist og hún talar þar af reynslu. Íslensku stelpurnar fengu mikinn stuðning í Höllinni og það má jafnvel búast við enn fleira fólki á úrslitunum í dag. „Við höfum alltaf verið með gott stuðningslið þegar við höfum keppt úti en aldrei svona rosalegt. Þær vissu að það voru allir sem þær þekktu að horfa á þær. Þær eru óvanar því af því að þær eru alltaf að keppa í útlöndum þar sem bara fólk tengt fimleikunum mætir en ekki vinir og vandamenn. Það er mjög skemmtilegt fyrir þær að fá þá upplifun en þessar stelpur eru bara það flottar að þær eru ekki að láta það trufla sig,“ segir hún. Íris Mist er vön því að keppa með íslenska liðinu en nú er hún í nýju hlutverki uppi á pöllum. „Ég finn ekki fyrir löppunum og held eiginlega bara fyrir andlitið allan tímann,“ segir Íris Mist hlæjandi og bætir svo við: „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefnilega svo ósjálfsbjarga að horfa á,“ sagði Íris á lokum. Keppnin hjá íslensku stelpunum hefst klukkan 13.30 í dag.
Íþróttir Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Sjá meira