Kristur fer til fjarheilara Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. október 2014 09:00 Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Þetta er svolítið eins og píslarganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaunglingur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefðbundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verður svo lagður í bæli og við sitjum hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarorkuna til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta gengur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira