Utan vallar: Stærsta en ekki síðasta varðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 07:00 Gylfi Þór og Aron Einar fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/Andri marinó Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var. Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Þegar Lars Lagerbäck skrifaði undir samning við KSÍ í október 2011 byrjaði hann um leið að skrifa nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu. Íslenska karlalandsliðið hefur yfirstigið margar hindranir og náð ótal áföngum síðan Svíinn yfirvegaði tók til starfa. Batamerkin sáust fljótlega og úrslitin fylgdu í kjölfarið. Eftir þrjá leiki í síðustu undankeppni var Ísland búið að vinna jafn marga leiki og það vann í tveimur undankeppnum þar á undan. Ísland vann sigur á liði frá Austur-Evrópu á útivelli – ekki einn, heldur tvo. Ísland kom til baka og náði jafntefli eftir að hafa verið 4-1 undir gegn sterku liði Sviss á útivelli. Ísland fór taplaust í gegnum fjóra síðustu leiki undankeppninnar og komst í fyrsta sinn í umspil um sæti á stórmóti. Draumurinn um sæti á HM í Brasilíu varð að engu í Zagreb þar sem Ísland tapaði fyrir frábæru liði Króata. Og svo virtist sem vonbrigðin sætu enn í leikmönnum liðsins í vináttulandsleikjunum í ár. Spilamennska íslenska liðsins í leikjunum gegn Svíþjóð, Wales, Austurríki og Eistlandi var flöt og það virtist þungt yfir liðinu. En frammistaðan og úrslitin í þeim leikjum gleymdist þegar Ísland sýndi á sér sparihliðarnar gegn Tyrklandi í fyrsta leik undankeppni EM 2016. Niðurstaðan var 3-0 sigur og annar slíkur vannst í Ríga í Lettlandi á föstudagskvöldið. Þessir leikir voru bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi. Á mánudagskvöldið náði íslenska landsliðið sínum bestu úrslitum frá upphafi þegar það lagði Holland, bronsliðið frá síðasta HM, með tveimur mörkum gegn engu. Það voru ekki einungis úrslitin sem voru frábær, heldur var spilamennskan fyrsta flokks. Varnarleikurinn var sterkur, sóknarleikurinn beittur, vinnusemin til fyrirmyndar, baráttan góð og skipulagið upp á tíu. Þegar þessir þættir eru til staðar geta góðir hlutir gerst. Það verður erfitt fyrir íslenska landsliðið að toppa Hollandsleikinn sem verður væntanlega með tíð og tíma stærsta og glæsilegasta varðan um þetta lið. En þetta eru ekki síðustu merkisúrslitin sem íslenska landsliðið á eftir ná á næstu árum. Liðið er á góðum aldri og skipað leikmönnum sem höndla pressu, álag og væntingar sem munu eflaust aukast í kjölfar sigursins á Hollandi. Leikmennirnir sem skipa landsliðið eru góðir og vita af því. Framundan eru erfið verkefni, en liðið fær mann til að trúa að það geti leyst þau. Það er af sem áður var.
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira