Borgin, heimkynni okkar Hjálmar Sveinsson skrifar 14. október 2014 07:00 Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snýst um að borgarumhverfið sé heilsusamlegt, hagkvæmt, skjólsælt, skilvirkt, umhverfisvænt, fallegt, öruggt, réttlátt og endurnærandi. Já, einmitt endurnærandi! Við höfum sagt skilið við þá gömlu hugmynd, sem var lengi ríkjandi, að borgin sé vélrænn staður þar sem við dveljum, nauðug viljug, til að sækja vinnu og skóla á virkum dögum en flýtum okkur síðan burt úr bænum um helgar eða lokum okkur af inni í íbúðum okkar. Segja má að borgir séu komnar aftur í tísku, eftir nokkuð langt niðurlægingartímabil sem varði frá 1970 til 2000, þegar allir virtust á leið út úr borgunum. Borgirnar toga sífellt fleiri til sín. Meira en helmingur mannkyns býr nú í borgum. Austan hafs og vestan eru flestir sammála um að borgirnar geti ekki þanist út endalaust. Það er löngu komið í ljós að gott byggingarland er takmörkuð verðmæti, jarðefnaeldsneyti er ekki ótakmarkað og loftmengun af völdum mikillar bílaumferðar er staðbundið og hnattrænt vandamál. Áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, betri landnýtingu, þéttingu byggðar gengur eins og rauður þráður í gegnum nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem á að gilda til ársins 2030. Sama má segja um tillögu að nýju skipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild sinni til ársins 2040. Borgin er umhverfið sem við, borgarbúarnir, höfum skapað okkur. Hún er heimkynni okkar. Hún er daglegt hlutskipti okkar. Hún tekur á móti okkur þegar við förum út á morgnana og fylgjum krökkunum í skólann, förum í vinnuna, kaupum inn, mælum okkur mót við fólk, skreppum í sund, leitum til læknis, mætum í brúðkaup og jarðarför. Borgin mótar okkur og það sem er ekkert síður mikilvægt, við mótum borgina. Gott líf borgarbúans felst í því að vera dagsdaglega virkur notandi borgarinnar. Við vöskum upp á heimili okkar, tökum til og eldum góðan mat. Gott heimilislíf felst ekkert síður í þessum hversdagslegu athöfnum en því að borða matinn.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar