Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 18. september 2014 10:45 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segist ekki sjá aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag. Vísir/stefán „Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins. Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Þetta mál hefur því miður verið í rembihnút allt of lengi. Það er afleitt fyrir alla. Ég sé ekki aðra lausn en að unnið verði nýtt deiliskipulag, í samvinnu við lóðareigendur auðvitað. Mín skoðun er sú að borgin eigi að setja þá skilmála að bæði Veghúsastígur 1 og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um deilu Stefáns D. Guðjónssonar, fulltrúa eigenda Veghúsastígs 1, við Reykjavíkurborg. Eigendur hússins hafa ítrekað farið fram á að húsið verði rifið og segja það skapa slysahættu en Stefán segir húsið ónýtt eftir vatnsleka. Stefán gagnrýndi borgina harðlega í Fréttablaðinu þann 13. september síðastliðinn. Hjálmar segir gildandi deiliskipulag á horninu á Klapparstíg og Veghúsastíg vera frá 2004. Hann segir eigendurna hafa sótt um breytingu á deiliskipulaginu frá 2004 í þá veru að steinbærinn sem er á samliggjandi lóð, og í eigu sömu aðila, yrði rifinn og byggt 7 íbúða fjölbýlishús sem næði alveg upp að Veghúsastíg. Því var synjað í september 2010 en sú afgreiðsla var kærð af eigendunum og liggur kæran enn hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hann bætir við að vorið 2011 hafi meirihluti skipulagsráðs lagt fram bókun og stefnuyfirlýsingu þess efnis að ekki yrði hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og -lóða, sinntu þeir ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar gætu orðið allt að 50.000 krónum á dag. Hjálmar segir eitt af þeim húsum sem tekin voru sem dæmi um niðurníðsluhús vera Veghúsastíg 1. „Það hús var byggt 1899 og er aldursfriðað. Gildandi deiliskipulag verndar það enn þann dag í dag. Yfirlýsingin um dagsektir varð til þess að eigendur settu gler í glugga og máluðu það. Það kemur hins vegar ekki til greina að eigendur komist upp með að láta aldursfriðað hús grotna innan frá árum saman og krefjist svo þess að borgin leyfi þeim að rífa það og vitni í slökkviliðið um slysahættu.“ Að sögn Hjálmars mun borgin nú fá hlutlausan sérfræðing til að kanna ástand hússins.
Tengdar fréttir Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa "Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. 13. september 2014 09:00