Pikkföst á Bústaðaveginum Hjálmar Sveinsson skrifar 18. september 2014 07:00 Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar